Steinunn Einarsdóttir (Flötum)
Steinunn Einarsdóttir húsfreyja, myndlistarkona, leiðbeinandi í myndlist, bjó um skeið í Ástralíu, fæddist 19. júlí 1940 í Steinholti og lést 15. maí 2023 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Einar Ólafsson frá Strönd við Miðstræti 9a, sjómaður, trillukarl, f. 1. maí 1910, d. 23. mars 1967, og kona hans Guðrún Sigríður Einarsdóttir húsfreyja, f. 14. nóvember 1915 í Keflavík, d. 23. apríl 1954.
Börn Guðrúnar og Einars:
1. Andvana stúlka, f. 1. júlí 1936 á Strönd.
2. Sigurður Gunnar Einarsson, f. 17. júní 1937 í Steinholti, d. 1. júlí 1937.
3. Gylfi Sævar Einarsson bifreiðastjóri á Akureyri, f. 7. apríl 1939 í Steinholti. Kona hans Hrefna Óskarsdóttir.
4. Steinunn Einarsdóttir húsfreyja, bjó um skeið í Ástralíu, f. 19. júlí 1940 í Steinholti, d. 15. maí 2023. Fyrrum maður hennar Magnús Karlsson. Fyrrum maður hennar Ólafur Þór Magnússon.
5. Álfheiður Ósk Einarsdóttir húsfreyja í Eyjum, í Hofsnesi í Öræfum og á Selfossi, f. 28. október 1943 á Bjarmalandi. Fyrrum maður hennar Hafliði Albertsson. Fyrrum maður hennar Sigurður Bjarnason. Maður hennar Ingimundur Smári Björnsson, látinn.
6. Guðrún Sigríður Einarsdóttir Moore húsfreyja, býr í S.-Karólínu í Bandaríkjunum, f. 22. apríl 1954 á Bjarmalandi. Maður hennar T. Moore.
Þau Magnús giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Bjarmalandi við Flattir 10. Þau skildu.
Þau Ólafur Þór giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
I. Fyrrum maður Steinunnar er Karl Magnús Karlsson, Baadermaður, f. 6. mars 1939, d. 27. nóvember 2018. Foreldrar hans Karl Jónasson, f. 19. febrúar 1909, d. 15. apríl 1980, og Aðalheiður Gestsdóttir, f. 15. október 1907, d. 8. apríl 1997.
Barn þeirra:
1. Ægir Magnússon, f. 13. mars 1959, d. 19. apríl 1990.
II. Fyrrum maður Steinunnar er Ólafur Þór Magnússon verkamaður, vörubílstjóri, f. 26. mars 1937, d. 25. ágúst 2017. Foreldrar hans Magnús Halldórsson, f. 7. júní 1904, d. 24. nóvember 1992, og Lára Björg Ólafsdóttir, f. 4. mars 1903, d. 17. nóvember 1992.
Barn þeirra:
2. Katherine Rose McClelland, f. 10. desember 1968.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning Steinunnar.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.