Þröstur Gunnar Eiríksson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. júní 2025 kl. 11:44 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. júní 2025 kl. 11:44 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Þröstur Gunnar Eiríksson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Þröstur Gunnar Eiríksson sjómaður, iðnverkamaður á Selfossi fæddist 4. ágúst 1966.
Foreldrar hans voru Eiríkur Sigurðsson frá Hruna, sjómaður, útgerðarmaður, verkamaður, bifreiðastjóri, f. þar 31. janúar 1931, d. 28. nóvember 2007, og kona hans Sigríður Sæunn Sigurðardóttir frá Ísafirði, húsfreyja, leikskólastarfsmaður, f. þar 20. febrúar 1933.

Börn Sigríðar og Eiríks:
1. Gísli Sigurður Eiríksson vélstjóri, kennari við Framhaldsskólann í Eyjum, f. 13. apríl 1951. Kona hans er Sigþóra Jónatansdóttir.
2. Margrét Vigdís Eiríksdóttir húsfreyja, félagsliði við heimahjúkrun, f. 4. desember 1952. Maður hennar er Sigurður Örn Karlsson.
3. Elísabet Guðfinna Eiríksdóttir húsfreyja, dagmóðir í Mosfellsbæ, f. 8. febrúar 1955. Maður hennar er Björn Heimir Sigurbjörnsson.
4. Sólveig Bryndís Eiríksdóttir húsfreyja, starfskona á sambýli fatlaðra, f. 16. júlí 1959.
5. Þröstur Gunnar Eiríksson sjómaður, iðnverkamaður á Selfossi, f. 4. ágúst 1966. Fyrrum kona hans var Svanhildur Svansdóttir. Síðari kona hans er Svetlans Balinskaya, látin.

Þau Svanhildur giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Heimagötu 30. Þau skildu.
Þau Svetlana giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu við Áshamar. Svetlana lést 2017.
Þröstur Gunnar býr nú á Selfossi.

I. Fyrrum kona Þrastar Gunnars er Svanhildur Svansdóttir frá Akureyri, fiskverkakona, f. 8. júní 1968. Foreldrar hennar Svanur Jóhannsson, f. 14. júlí 1944, d. 8. nóvember 2022, og Ragnhildur Annbjörg Hallgrímsdóttir, f. 11. desember 1938.
Börn þeirra:
1. Elvar Már Þrastarson, f. 14. febrúar 1986.
2. Ragnhildur Rós Þrastardóttir, f. 20. október 1992.

II. Kona Þrastar Gunnars var Svetlana Balinskaya frá Úkraínu, húsfreyja, knattspyrnukona hjá ÍBV, f. 24. febrúar 1969, d. 2017.
Barn þeirra:
3. Nikita Andri Þrastarson Balinskiy, f. 16. september 2005.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.