María Harðardóttir (Blómsturvöllum)
María Harðardóttir hárgreiðslukona, sýningarstúlka fæddist 27. febrúar 1952.
Foreldrar hennar Hörður Sigmundsson verkamaður, matsveinn, f. 8. desember 1928, d. 19. nóvember 1974, og kona hans Inga Halldóra Kristín Maríusdóttir húsfreyja, verslunarmaður, innheimtustjóri, f. 22. október 1931, d. 8. júní 1997.
Börn Ingu og Harðar:
1. María Harðardóttir hárgreiðslu- og sýningarstúlka, f. 27. febrúar 1952 á Blómsturvöllum, Faxastíg 27. Maður hennar, skildu, var Sverrir Agnarsson.
2. Hrefna Harðardóttir leirlistarkona, framkvæmdastjóri, f. 5. október 1954 á Blómsturvöllum, Faxastíg 27. Fyrri maður hennar Ólafur Haukur Ólafsson. Síðari maður Hrefnu er Björn Steinar Sólbergsson.
3. Snorri Harðarson rafvirki, f. 28. maí 1963 í Reykjavík. Fyrri kona hans, skildu, var Lísa Björk Ingólfsdóttir. Síðari kona Guðný Lilja Björnsdóttir.
Þau Sverrir giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
María býr í Rvk.
I. Fyrrum maður Maríu er Sverrir Agnarsson sölumaður, f. 13.
júní 1948. Foreldrar hans Agnar Grétar Tryggvason, f. 23. júní 1927, d. 9. nóvember 2007, og Lára Þorsteinsdóttir, f. 10. janúar 1929, d. 6. desember 2019.
Börn þeirra:
1. Jóhannes Sverrisson, f. 11. mars 1977.
2. Ómar Sverrisson, f. 14. nóvember 1977.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Hrefna.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.