Sölvi Friðriksson (Batavíu)
Sölvi Kristinn Friðriksson frá Batavíu, kafari, verkstjóri Hafnar- og vitamálaskrifstofu fæddist 20. ágúst 1917 og lést 30. desember 1993.
Foreldrar hans voru Friðrik J. Guðmundsson sjómaður, vélstjóri, múrari, f. 2. nóvember 1888, d. 10. júní 1980, og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 15. maí 1889, d. 28. ágúst 1973.
Þau Inger Jenný giftu sig, eignuðust tvö börn.
I. Kona Sölva var Inger Jenny Hansen Friðriksson af dönskum ættum, húsfreyja, f. 7. mars 1919, d. 11. október 2014.
Börn þeirra:
1. Hrefna Sölvadóttir viðskiptafræðingur, f. 26. desember 1949.
2. Hjalti Sölvason, forritari, MBA, f. 10. desember 1962, d. 11. júlí 2019.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Hrefna.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.