Sigríður Guðmundsdóttir (Batavíu)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja í Batavíu fæddist 15. maí 1889 á Bakka í Ingjaldshólssókn á Snæfellsnesi og lést 28. ágúst 1973.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson bóndi, f. 18. júní 1855, drukknaði í róðri frá Ólafsvík 8. mars 1913, og kona hans Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja, f. 23. ágúst 1853, d. 5. ágúst 1903.

Sigríður var með foreldrum sínum á Bakka í Inggjaldshólssókn 1890, í Efstabæ í Ólafsvíkursókn 1901.
Hún fluttist til Eyja frá Reykjavík 1907, giftist Friðriki 1909. Þau bjuggu í fyrstu með Guðmundi föður Friðriks í Stórhöfðavitanum. Þar fæddist Ingibergur 1909. Þau voru í Túni 1910 með Ingibergi og Guðmundi föður Friðriks.
Þau voru komin í Batavíu við Heimagötu 1911 og bjuggu þar síðan, eignuðust þar þrjú börn, misstu Helga yngst þeirra á 9. árinu.

ctr


Hjónin frá Batavíu: Friðrik J. Guðmundsson og Sigríður Guðmundsdóttir, og börn.
Aftari röð frá vinstri: Ingibergur Friðriksson, Filippía Friðriksdóttir og í miðið er Sölvi Kristinn Friðriksson .


Maður Sigríðar, (18. desember 1909), var Friðrik Jóhann Guðmundsson sjómaður, vélstjóri, múrari, f. 2. nóvember 1888, d. 10. júní 1980.
Börn þeirra:
1. Ingibergur Guðmundur Friðriksson sjómaður, verkstjóri við Vestmannaeyjahöfn og afgreiðslumaður, síðast hafnsögumaður, f. 27. janúar 1909, d. 2. janúar 1964.
2. Filippía Friðriksdóttir, f. 7. júní 1912, d. 29. júní 1933.
3. Sölvi Kristinn Friðriksson kafari, verkstjóri, síðar í Reykjavík, f. 20. ágúst 1917, d. 30. desember 1993.
4. Helgi Friðriksson, f. 8. des. 1928, d. 24. júlí 1937. Hann drukknaði í höfninni.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.