Ívar Gunnarsson (læknir)
Ívar Gunnarsson svæfingalæknir, gjörgæslulæknir, yfirlæknir á Lsp, fæddist 6. ágúst 1968.
Foreldrar hans Gunnar Stefán Jónsson bæjargjaldkeri, f. 20. ágúst 1939, og Ragnheiður Björgvinsdóttir húsfreyja, verkakona, skrifstofumaður, f. 28. mars 1942.
Börn Ragnheiðar og Gunnars:
1. Ívar Gunnarsson læknir, svæfingalæknir, gjörgæslulæknir, yfirlæknir, f. 6. ágúst 1968. Kona hans Ragna Lára Jakobsdóttir.
2. Jón Ragnar Gunnarsson matvælafræðingur, starfsmaður heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, f. 16. apríl 1975, ókvæntur.
Þau Ragna Lára giftu sig, hafa eignast þrjú börn.
I. Kona Ívars er Ragna Lára Jakobsdóttir úr Rvk, húsfreyja, sjúkraliði, f. 20. febrúar 1973. Foreldrar hennar Jakob Jakobsson vélamaður í Rvk, f. 24. apríl 1943, og kona hans Þórunn Eydís Lárusdóttir húsfreyja, f. 1. september 1947.
Börn þeirra:
1. Ingunn Sara Ívarsdóttir, f. 6. desember 1995.
2. Davíð Þór Ívarsson, f. 26. apríl 2001.
3. Jakob Ívarsson, f. 30. júlí 2004.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.