Magnea Kristjánsdóttir (Steinholti)
Magnea Kristólína Kristjánsdóttir frá Steinholti, síðar í Reykjavík, starfsmaður Póstsins, síðan bílstjóri hjá Borgarspítalanumn, fæddist 20. mars 1932 og lést 13. ágúst 1998.
Foreldrar hennar voru Kristján Magnússon málarameistari, f. 24. febrúar 1909 í Eyjum, d. 16. nóvember 1979 í Reykjavík og kona hans Júlíana Kristín Kristmannsdóttir húsfreyja, f. 18. júlí 1910, d. 10. janúar 1990.
Magnea fæddist í Steinholti og var þar með fjölskyldu sinni, fluttist með henni til Reykjavíkur 1934, var nemandi þar 1945.
Hún bjó síðast í Kópavogi.
Barnsfaðir Magneu var Árni Magnússon frá Hörgsholti í Hrunamannahreppi, f. 10. september 1930, d. 11. febrúar 2015.
Barn þeirra var
1. Anna Árnadóttir húsfreyja, f. 9. nóvember 1953. Maður hennar er Þorvaldur Finnbjörnsson, f. 27. október 1952.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Anna.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning Árna.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.