Ethel Maggý Bjarnasen

From Heimaslóð
Revision as of 14:42, 17 October 2021 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Ethel Maggý Bjarnasen.

Ethel Maggý Bjarnasen frá Haukabergi, húsfreyja, danskennari, bankastarfsmaður fæddist þar 26. mars 1930 og lést 29. desember 2001.
Foreldrar hennar voru Óskar A. Bjarnasen húsvörður, f. 21. mars 1899 í Vík í Mýrdal, d. 22. september 1957, og kona hans Rannveig Helgadóttir Bjarnasen húsfreyja, f. 3. febrúar 1898 á Seyðisfirði, d. 22. apríl 1956.

Börn Rannveigar og Óskars:
1. Baldur Guðjón Bjarnasen flugvirki, yfirflugvélstjóri, f. 27. janúar 1927 á Haukabergi, d. 12. febrúar 2012.
2. Ethel Maggý Bjarnasen húsfreyja, danskennari, bankastarfsmaður, f. 26. mars 1930 á Haukabergi, d. 29. desember 2001.

Ethel var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Garðar giftu sig 1949, eignuðust tvö börn. Garðar fórst með flugvélinni Glitfaxa 1951.
Hún flutti með börn sín frá fyrra hjónabandi til Hollands, var ráðskona Hallgríms og giftist honum 1955, eignaðist með honum tvö börn og gekk börnum hans frá fyrra hjónabandi í móðurstað. Þau bjuggu saman í 20 ár. Eftir skilnað þeirra var hún danskennari hjá Heiðari Ástvaldssyni um tíma, en lengst vann hún í Landsbanka Íslands og síðast í Heilsugæslustöð Kópavogs.
Sambúðarmaður Ethelar síðustu árin var Barði Árnason.

Ethel var tvígift.
I. Maður Ethelar, (12. nóvember 1949), var Garðar Páll Gíslason flugmaður, f. 28. febrúar 1928, fórst 31. janúar 1951 með flugvélinni Glitfaxa á leið frá Eyjum til Reykjavíkur. Foreldrar hans voru Gísli Jóhannsson, f. 21. maí 1921, d. 5. janúar 1978, og Grímheiður Elín Pálsdóttir, f. 30. september 1895, d. 18. desember 1986.
Börn þeirra:
1. Rannveig Þóra Garðarsdóttir, f. 23. ágúst 1949. Maður hennar Guðmundur Hauksson.
2. Gísli Baldur Garðarsson, f. 1. nóvember 1950, Kona hans Helga Baldursdóttir.

II. Síðari maður Ethelar, (1955, skildu), var Hallgrímur Jóhann Jónsson flugstjóri, f. 10. september 1928, d. 17. júlí 2003. Foreldrar hans voru Jón Björnsson vélstjóri, f. 23. júní 1898, d. 30. desember 1976, og Sigríður Hallgrímsdóttir, f. 15. október 1898, d. 4. janúar 1953.
Börn þeirra:
3. Óskar Garðar Hallgrímsson, f. 4. febrúar 1956. Kona hans Valgerður Bjarnadóttir.
4. Sigríður Hallgrímsdóttir, f. 5. janúar 1959. Fyrrum maður hennar Hrafn Hauksson.
Börn Hallgríms frá fyrra hjónabandi og fósturbörn Ethelar:
5. Margrét Hallgrímsdóttir, f. 15. október 1949. Maður hennar Dennis Plaice.
6. Jón Stefán Hallgrímsson, f. 27. nóvember 1951. Kona hans Svanhildur Sigurðardóttir.

III. Sambúðarmaður Ethelar frá 2000 var Barði Árnason frá Stokkseyri, aðstoðarbankastjóri, f. 25. febrúar 1932, d. 23. janúar 2016.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.