Jón Svavars

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Jón Svavars.

Jón Svavars Einarsson frá Engey, verkstjóri, rafvirki fæddist þar 8. apríl 1949.
Foreldrar hans voru Einar Runólfsson flugvirki, flugvélstjóri, f. 13. apríl 1927, d. 6. nóvember 2013 og Guðrún Ísleif Jónsdóttir frá Engey, síðar húsfreyja, f. 13. október 1929, d. 1. janúar 1987.

Börn Guðrúnar með Einari Runólfssyni:
1. Jón Svavars verkstjóri, rafvirki, f. 8. apríl 1949 á Faxastíg 23. Kona hans, (skildu), Jóhanna Sigurbjörg Ragnarsdóttir.
Börn Guðrúnar og Hjálmars Inga Jónssonar:
2. Vignir Þröstur Hjálmarsson vélvirkjameistari, vélfræðingur, sölumaður, rafeindavirki, kerfisfræðingur, er nú kerfisstjóri hjá Hreyfli í Reykjavík, f. 7. nóvember 1959. Fyrrum sambýliskona hans Elma Ósk Óskarsdóttir.
3. Sigríður Svandís Hjálmarsdóttir húsfreyja, f. 7. maí 1961. Fyrrum sambúðarmaður Óskar Frans Óskarsson. Fyrrum sambúðarmaður Sigurgeir Georgsson. Fyrrum maður hennar Hjálmar Gunnarsson.

Jón var með móður sinni og móðuforeldrum í æsku, en Jón afi hans lést 1951.
Hann var síðar með móður sinni og Hjámari Inga fóstra sínum.
Jón nam rafvirkjun við Iðnskólann í Eyjum og Fjölbrautarskóla Suðurlands, lauk sveinsprófi 1985. Meistari hans var Magnús Bjarnason.
Jón vann hjá Ísfélaginu, var verkamaður og verkstjóri þar, síðan rafvirki hjá Kaupfélagi Rangæinga á Hvolsvelli, fluttist til Reykjavíkur 1991og vann hjá Rafsveini ehf. Þau Jóhanna Sigurbjörg eignuðust tvö börn, en skildu samvistir. Jón býr í Reykjavík.

I. Kona Jóns Svavars, skildu, er Jóhanna Sigurbjörg Ragnarsdóttir húsfreyja, f. 10. nóvember 1958 í Reykjavík. Foreldrar hennar Ragnar Valdimar Jóhannesson bílasmiður í Mosfellsbæ, f. 23. desember 1936 á Þverfelli í Dalas., d. 8. október 2006, og Guðmunda Hjördís Óskarsdóttir húsfreyja, f. 20. janúar 1941 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Davíð Freyr Jónsson með tækninám, vinnur við bifreiðaakstur í Reykjavík, f. 21. september 1978 í Eyjum. Fyrrum kona hans Hrefna Skúladóttir.
2. Guðrún Lilja Jónsdóttir leikskólakennari í Njarðvík, f. 7. desember 1980 í Eyjum. Fyrrum maður hennar Skúli Hlíðkvist.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Jón.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.