Stefán Stefánsson (Gerði)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Stefán Sigfús Stefánsson frá Gerði, fæddist 16. september 1930. Hann er sonur hins kunna aflamanns Stefáns Guðlaugssonar frá Gerði.

Stefán byrjaði ungur til sjós á sumrin, en stundaði nám á vetrum. Strax að loknu gagnfræðaprófi, innritaðist hann í Verslunarskólann en hætti þegar einn vetur var eftir, og fór í Stýrimannaskólann. Árið 1957 byrjaði Stefán formennsku á Halkion. Nýr Halkion kom til landsins árið 1960.

Stefán varð aflakóngur Vestmannaeyja árið 1962.


Heimildir

Frekari umfjöllun

Stefán Sigfús Stefánsson.

Stefán Sigfús Stefánsson frá Litla-Gerði, sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, aflakóngur, framkvæmdastjóri, borgarstarfsmaður fæddist þar 16. september 1930 og lést 20. nóvember 2015 á hjúkrunarheimilinu Sólteigi að Hrafnistu í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Stefán Sigfús Guðlaugsson formaður og útgerðarmaður í Gerði, f. 6. desember 1888, d. 13. febrúar 1965 og kona hans Sigurfinna Þórðardóttir húsfreyja, f. 21. júlí 1883, d. 13. nóvember 1968.
Börn Stefáns og Sigurfinnu:
1. Guðlaugur Martel, f. 22. febrúar 1910, d. 13. febrúar 1911.
2. Óskar, f. 31. maí 1912, d. 14. nóvember 1916.
3. Guðlaugur Óskar, f. 12. ágúst 1916, d. 22. júlí 1989.
4. Þórhildur, f. 19. marz 1921, d. 20. september 2011.
5. Gunnar Björn, f. 16. desember 1922, d. 27. desember 2010.
6. Stefán Sigfús, f. 16. september 1930.
Fósturdóttir Sigurfinnu og Stefáns, systurdóttir Sigurfinnu var
7. Ragna Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 3. febrúar 1916, d. 3. desember 1979.

Stefán var með foreldrum sínum í æsku, lauk miðskólaprófi í Gagnfræðaskólanum 1947, verslunarskólaprófi 1951 og prófi í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1954.
Hann var háseti og stýrimaður 1954-1956, byrjaði skipstjórn á vetrarvertíð 1957 á mb. Halkion VE 27, með Halkion VE 205 (101 tonn) 1961-1964. Hann var með mb. Atla á síldveiðum 1964 og með mb. Halkion VE 205 (264 tonn) 1965-1975, hætti skipstjórn eftir loðnuvertíð 1976.
Síðan var hann framkvæmdastjóri við heildverslunina Brek hf. í Reykjavík til 1991, var starfsmaður Reykjavíkurhafnar frá 1991 til starfsloka árið 2000.
Stefán varð aflakóngur Vestmannaeyja 1962. Þá var Stefán sæmdur heiðursverðlaunum sjómannadagsins árið 1963, er hann ásamt áhöfn sinni á Halkion VE bjargaði skipshöfnunum á Bergi VE-44 og Erlingi IV VE-45, samtals 19 manns.
Stefán eignaðist barn með Guðbjörgu 1952.
Þau Vilborg giftu sig 1955, eignuðust fimm börn, en misstu eitt þeirra á sjöunda ári þess. Þau bjuggu fyrstu árin í Litla-Gerði, en byggðu hús að Gerðisbraut 3 og bjuggu þar til Goss, en fluttust þá til Reykjavíkur, bjuggu á Tungubakka, Rauðalæk og Brúnavegi 9 á vegum Hrafnistu.
Stefán lést 2015. Vilborg býr nú að Jökulgrunni 6 í Reykjavík.

I. Kona Stefáns Sigfúsar, (16. september 1955), er Vilborg Ragnhildur Brynjólfsdóttir frá Dyrhólum í Mýrdal, húsfreyja, f. 27. desember 1930 að Suður-Götum þar.
Börn þeirra:
1. Stefán Sigfús Stefánsson verkefnastjóri hjá Eimskip í Reykjavík, f. 14. júlí 1956. Kona hans Þórunn Gyða Björnsdóttir.
2. Sigurfinna Stefánsdóttir, f. 22. september 1957, d. 8. maí 1964.
3. Brynjólfur Þór Stefánsson, f. 11. júlí 1964 stýrimaður hjá Þorbirni hf. í Grindavík. Barnsmóðir hans Helena Olsen. Kona hans Ingunn Guðný Þorláksdóttir.
4. Valur Stefánsson framkvæmdastjóri hjá Vöku í Reykjavík. Hann býr á Selfossi, f. 4. júlí 1966. Kona Heiðbjört Haðardóttir.
5. Örn Stefánsson skrifstofustjóri hjá Eimskip á Akureyri, f. 4. júlí 1966. Kona hans Dóra Bryndís Hauksdóttir.
Sonur Stefáns með Guðbjörgu Magnúsdóttur, f. 29. nóvember 1927, d. 26. nóvember 2013:
6. Magnús Sturla Stefánsson sjómaður á Seyðisfirði, f. 12. ágúst 1952. Kona hans Lilja Kristinsdóttir, látin.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 30. nóvember 2015. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.