Ágúst Benediktsson (Kiðjabergi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ágúst Benediktsson útvegsbóndi, síðar fiskimatsmaður á ]]Kiðjaberg]]i, fæddist 1. september 1875 í Marteinstungu í Holtum, Rang. og lést 13. september 1962.
Faðir hans var Benedikt vinnumaður víða í Mýrdal og Rangárvallasýslu, f. 30. júlí 1824 á Giljum í Mýrdal, d. 10. janúar 1907 á Fossi þar, Árnason bónda, síðast í Fjósum í Mýrdal, f. 1787 á Skagnesi þar, Guðmundssonar bónda á Skagnesi, f. 1759, d. 1800 á Skagnesi, Árnasonar, og konu Guðmundar, Guðrúnar húsfreyju, f. 1760, Bjarnadóttur.
Móðir Benedikts og kona Árna í Fjósum var Jórunn húsfreyja, f. 29. september 1788 á Kirkjubóli á Miðnesi, Gull., d. 26. júní 1837 í Fjósum, Benediktsdóttir Björnssonar, og barnsmóður Benedikts, Sigríðar vinnukonu víða á Suðurnesjum, f. 1753, d. 31. desember 1832, Gunnarsdóttur

Móðir Ágústs á Kiðjabergi og kona Benedikts Árnasonar var Þuríður vinnukona, f. 22. júlí 1835 á Kirkjulæk í Fljótshlíð, d. 10. janúar 1911, Einarsdóttir bónda á Kirkjulæk, f. 23. júlí 1798, d. 4. mars 1880, Jónssonar bónda á Lambalæk í Fljótshlíð, f. 1763, d. 7. febrúar 1832, Einarssonar, og konu Jóns á Lambalæk, Ingibjargar húsfreyju, f. 1763 á Kvoslæk í Fljótshlíð, d. 25. maí 1829, Arnbjarnardóttur.
Móðir Þuríðar vinnukonu og kona Einars á Kirkjulæk var Helga húsfreyja, f. 3. mars 1803 í Kirkjulandshjáleigu í A-Landeyjum, d. 8. febrúar 1862, Árnadóttir bónda þar og formanns í Eyjum, f. 1769 í Bakkahjáleigu þar, d. 30. janúar 1841 í Hellishólum í Fljótshlíð, Ísleifssonar, og konu Árna, Guðnýjar húsfreyju, f. 1767, d. 10. september 1856 á Kirkjulæk, Sigurðardóttur.

Ágúst var útvegsbóndi í Hlíð 1910. Hann var sjómaður, verkamaður og fiskimatsmaður.
Þau Guðrún byggðu Kiðjaberg, (Hásteinsveg 6) 1910.

Kona Ágústs var Guðrún Hafliðadóttir húsfreyja frá Fjósum í Mýrdal, f. 18. júní 1878 í Fjósum, d. 9. desember 1937.
Börn Ágústs og Guðrúnar voru:
1. Sigríður Ísleif Ágústsdóttir húsfreyja, f. 22. mars 1905 í Hlíð, d. 16. september 1961, bjó í Reykjavík. Maður hennar Kristján Sigurjónsson.
2. Jóhanna Andrea Ágústsdóttir húsfreyja, f. 26. ágúst 1907 í Hlíð, d. 23. ágúst 1993, kona Baldurs Ólafssonar bankastjóra.
3. Guðrún Ágústa Ágústsdóttir Andersen húsfreyja, f. 2. nóvember 1909 í Hlíð, d. 23. október 1996, kona Willum Andersen skipstjóra.
4. Jóhann Óskar Alexis Ágústsson, (Alli rakari), rakari, sjómaður, f. 30. október 1915, d. 3. janúar 2002.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.