Guðrún Hafliðadóttir (Kiðjabergi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðrún Hafliðadóttir húsfreyja á Kiðjabergi fæddist 18. júní 1878 í Fjósum í Mýrdal og lést 9. desember 1937.
Faðir hennar var Hafliði bóndi í Fjósum í Mýrdal, f. 25. janúar 1838 í Dalssókn undir Eyjafjöllum, d. 10. september 1895 í Fjósum, Narfason bónda í Dalskoti undir Eyjafjöllum, f. 14. september 1792, drukknaði í prófastsál í Markarfljóti 27. desember 1839, Jónssonar bónda í Lunansholti á Landi, f. 1769, drukknaði í Þjórsá 22. júlí 1809, Þorsteinssonar, og konu Jóns í Lunansholti, Guðleifar húsfreyju, bónda eftir Jón í Lunansholti til 1810, en síðan bónda í Holtsmúla þar 1810-1827, f. 1765, d. 13. nóvember 1838 í Holtsmúla, Narfadóttur.
Móðir Hafliða í Fjósum og kona Narfa Jónssonar í Dalskoti var Guðlaug húsfreyja, f. 1. ágúst 1802, d. 6. júní 1870, Ásmundsdóttir bónda í Stóruvallahjáleigu á Landi, f. 1760, á lífi 1803, Bjarnasonar, og konu Ásmundar, Valgerðar húsfreyju, f. 1771, d. 2. júní 1834, Þorkelsdóttur.

Móðir Þórunnar Jakobínu og fyrri kona, (14. júní 1872), Hafliða Narfasonar var Guðrún húsfreyja í Fjósum, f. 25. júlí 1849, d. 28. nóvember 1881, Þorsteinsdóttir bónda í Fjósum, f. 3. júlí 1812, d. 3. mars 1855, Jakobssonar bónda á Brekkum í Mýrdal, f. 1777, d. 2. febrúar 1851 í Fjósum, Þorsteinssonar og konu Jakobs, Karítasar húsfreyju, f. 1788 á Vatnsskarðshólum, d. 4. apríl 1844 í Fjósum, Þorsteinsdóttur Eyjólfssonar og Karítasar Jónsdóttur klausturhaldara á Reynistað Vigfússonar og Þórunnar Hannesdóttur Scheving, síðar konu Jóns eldklerks Steingrímssonar.
Móðir Guðrúnar húsfreyju í Fjósum Þorsteinsdóttur og kona Þorsteins Jakobssonar var Helga húsfreyja í Fjósum, f. 1815 í Hvammi undir Eyjafjöllum, Þórðardóttir bónda og hreppstjóra á Teigi í Fljótshlíð, síðar í Hvammi, f. 1773, d. 25. júlí 1846, Þorlákssonar Thorlacius og konu Þórðar, Guðrúnar húsfreyju, f. 1778 í Götuhúsum á Seltjanarnesi, d. 7. febrúar 1868, Grímsdóttur.

Guðrún á Kiðjabergi var alsystir Þórunnar Jakobínu Hafliðadóttur húsfreyju á Eyjarhólum og Þorsteins Hafliðasonar skósmiðs og hálfsystir, samfeðra, Guðjóns Hafliðasonar á Skaftafelli, Jóns Hafliðasonar á Bergstöðum og Karólínu Margrétar húsfreyju, síðar í Hafnarfirði.

Guðrún var 2 ára með foreldrum sínum í Fjósum 1880, 12 ára með föður sínum og stjúpmóður sinni þar 1890. Hún var 23 ára hjú á Kanastöðum í A-Landeyjum 1901.
Frá Kanastöðum lá leið hennar til Eyja 1901. Við manntal 1910 var hún húsfreyja í Hlíð með Ágústi útvegsmanni og háseta og dætrum sínum þrem.
Þau Ágúst byggðu Kiðjaberg það ár og bjuggu þar við manntal 1920 ásamt 4 börnum sínum.
Maður Guðrúnar var Ágúst Benediktsson á Kiðjabergi, f. 1. september 1875 í Marteinstungu í Holtum, Rang., d. 13. september 1962.
Börn Guðrúnar og Ágústs:
1. Sigríður Ísleif Ágústsdóttir húsfreyja, f. 22. mars 1905 í Hlíð, d. 16. september 1961, bjó í Reykjavík.
2. Jóhanna Andrea Ágústsdóttir húsfreyja, f. 26. ágúst 1907 í Hlíð, d. 23. ágúst 1993, kona Baldurs Ólafssonar bankastjóra.
3. Guðrún Ágústa Ágústsdóttir Andersen húsfreyja, f. 2. nóvember 1909 í Hlíð, d. 23. október 1996, kona Willum Andersen skipstjóra.
4. Jóhann Óskar Alexis Ágústsson, (Alli rakari), rakari, sjómaður, f. 30. október 1915, d. 3. janúar 2002.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.