Ágúst Ferdinand Petersen

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ágúst Ferdinand Petersen.

Ágúst Ferdinand Petersen málarameistari, listmálari fæddist 20. desember 1908 á Hól og lést 7. nóvember 1990.
Foreldrar hans voru Aage Lauritz Petersen verkfræðingur af dönskum ættum, símstjóri, síðar skattstofufulltrúi í Reykjavík, f. 14. desember 1879, d. 2. mars 1959, og fyrri kona hans Guðbjörg Gísladóttir húsfreyja, síðar á Gimli, f. 25. ágúst 1880 í Hlíðarhúsi, d. 29. nóvember 1969.

Börn Guðbjargar og Aage:
1. Ásdís Elísabet Petersen húsfreyja, f. 19. desember 1902, d. 6. desember 1984.
2. Ágústa Hansína Petersen Forberg húsfreyja, f. 4. janúar 1905, d. 27. október 1987.
3. Gísli Friðrik Petersen læknir, prófessor, f. 21. febr. 1906, d. 18. júlí 1992.
4. Ágúst Ferdinand Petersen málarameistari, listmálari, f. 20. desember 1908, d. 7. nóvember 1990.

Barn Guðbjargar og Sæmundar Jónssonar frá Jómsborg, f. 2. apríl 1888 í Efri-Holtum u. Eyjafjöllum, d. 31. mars 1968:
5. Jón Karl Sæmundsson ljósmyndari í Reykjavík, f. 18. september 1921, d. 30. júní 1993. Kona hans var Sigurlína Árnadóttir.

Börn Aages og síðari konu hans Guðnýjar Magnúsdóttur talsímakonu, húsfreyju, f. 13. ágúst 1898, d. 17. febrúar 1975.
6. Stella Petersen skrifstofumaður, gift í Englandi, f. 30. september 1917 á Símstöðinni.
7. Betsy Petersen, f. 4. nóvember 1918 á Símstöðinni, d. 25. desember 1944.
8. Magnús Petersen verkamaður í Reykjavík, f. 29. október 1920, d. 19. júlí 1992.
9. Gunnar Petersen gullsmiður í Reykjavík, f. 16. janúar 1929, d. 6. október 1980.

Ágúst var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, en þau skildu 1915. Hann var síðan með móður sinni á Hól til 1919, í Valhöll 1919-1922, að Gimli 1923-1924.
Ágúst hóf nám í málaraiðn hjá Jóni Waagfjörð eldra og Engilbert Gíslasyni, en lauk því hjá Jóni Jónssyni í Reykjavík 1927-1931. Hann sótti námskeið hjá málarameistarafélagi Reykjavíkur 1929, lauk iðnnámi í Iðnskólanum í Reykjavík og sveinsprófi 1930, fékk meistarabréf 1934.
Ágúst stundaði myndlistarnám hjá Þorvaldi Skúlasyni nokkra vetur, var einn af stofnendum Félags frístundamálara 1946 og Myndlistaskólans í Reykjavík.
Hann gerði myndlist að aðalstarfi 1964 og hélt fjölda sýninga, í Reykjavík, Keflavík, í Eyjum og Kaupmannahöfn og Slagelse, tók þátt í samsýningum FÍM hér á landi, í Þýskalandi og Svíþjóð. Þá var hann þátttakandi í farandsýningum á vegum Nordiska Kunstforbundet 1973.
Ágúst naut listamannalauna frá 1970 og seldi verk sín m.a. Listasafni Íslands og Reykjavíkurborg.
Ágúst eignaðist barn með Guðrúnu Maríu 1929.
Hann kvæntist Guðnýju 1931. Þau eignuðust eitt barn.
Ágúst Ferdinand lést 1990 og Guðný 1992.

I. Barnsmóðir Ágústs var Guðrún María Lárusdóttir, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 21. maí 1900 í Markaðsskarði í Hvolhreppi, Rang., d. 7. október 1954.
Barn þeirra:
1. Lárus Þórhallur Petersen, bjó í Reykjavík, f. 28. október 1929, d. 25. apríl 1996.

II. Kona Ágústs Ferdinands Petersen, (8. október 1931), var Guðný Eiríka Guðmundsdóttir Petersen húsfreyja, f. 24. apríl 1910, d. 2. júní 1992. Foreldrar hennar voru Guðmundur Þorláksson og Mekkín Eiríksdóttir, f. 4. júlí 1882, d. 17. desember 1978.
Barn þeirra:
2. Guðbjörg Soffía Ágústsdóttir Petersen húsfreyja, gjaldkeri, auglýsingastjóri, f. 20. júlí 1933, d. 2. júlí 2019. Maður hennar er Steinn Guðmundsson frá Sunnudal, vélsmiður, bifreiðasmiður, f. 15. maí 1933.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.