Ágústa Þyrí Friðriksdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ágústa Þyrí Friðriksdóttir.

Ágústa Þyrí Friðriksdóttir frá Hóli við Miðstræti 5a, húsfreyja, kennari, ritari fæddist þar 27. október 1944.
Foreldrar hennar voru Friðrik Jesson frá Hóli, íþróttakennari, forstöðumaður Náttúrugripasafns Vestmannaeyja, f. 14. maí 1906, d. 3. september 1992, og kona hans Magnea Sjöberg húsfreyja, leikkona, starfsmaður Náttúrugripasafnsins, f. 16. júlí 1909, d. 16. janúar 1998.

Börn Magneu og Friðriks:
1. Ása Soffía Friðriksdóttir húsfreyja, f. 16. september 1930, d. 21. ágúst 2021. Maður hennar Gísli Ágúst Hjörleifsson, látinn.
2. Jessý Friðriksdóttir húsfreyja, f. 9. apríl 1934, d. 27. júlí 2022. Maður hennar Guðmundur Trausti Jakobsson.
3. Ágústa Þyrí Friðriksdóttir húsfreyja, íþróttakennari, ritari, f. 27. október 1944. Maður hennar Kristján Egilsson.
4. Brynhildur Friðriksdóttir húsfreyja, myndlistarmaður, f. 2. september 1948. Maður hennar Ingi T. Björnsson.

Ágústa var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1961, var skiptinemi í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum 1961-1962, lauk íþróttakennaraprófi á Laugarvatni 1963.
Ágústa Þyrí var kennari í Eyjum, varð ritari á Sjúkrahúsinu í 15 ár, varð ritari hjá sýslumanni 1990-2012.
Hún hefur unnið sjálboðastörf í Bóka- og skjalasafninu við skráningu úr bókum Kjartans Guðmundssonar ljósmyndara.

I. Maður Ágústu Þyríar, (28. nóvember 1964), er Kristján Egilsson frá Hvanneyri við Vestmannabraut 60, forstöðumaður Náttúrugripasafnsins, f. 5. júlí 1939.
Börn þeirra:
1. Þröstur Egill Kristjánsson lögreglumaður, yfirmaður sérsveitar lögreglunnar, f. 9. júlí 1965. Kona hans er Guðbjörg Guðrún Jakobsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður.
2. Logi Jes Kristjánsson lögreglumaður, kennari við Lögregluskólann, grafískur hönnuður, f. 21. apríl 1972. Kona hans Katrín Halldórsdóttir sálfræðingur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.