Gísli Ágúst Hjörleifsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Gísli Ágúst Hjörleifsson frá Raufarfelli u. Eyjafjöllum, járnsmiður fæddist 13. febrúar 1923 og lést 17. september 1967.
Foreldrar hans voru Hjörleifur Guðjónsson bústjóri, síðar verkamaður í Eyjum og Keflavík, f. 20. maí 1893 í Selkoti, d. 24. janúar 1973, og Soffía Guðfinna Runólfsdóttir húsfreyja, f. 21. apríl 1890 í Hörglandskoti í V-Skaft., d. 4. október 1982.
Fósturforeldrar Gísla voru Ingveldur Jónsdóttir ekkja á Raufarfelli, föðurmóðir hans og sonur hennar Tómas Guðjónsson og síðar Tómas og Jónína Þorgrímsdóttir kona hans.

Börn Soffíu og Hjörleifs:
1. Gróa Hjörleifsdóttir húsfreyja, síðar í Keflavík, f. 31. júlí 1915, d. 17. desember 1993, gift Magnúsi Ísleifssyni.
2. Guðbjörg Hjörleifsdóttir, f. 10. apríl 1918, d. 3. nóvember 1921.
3. Guðjón Kristinn Hjörleifsson múrari, síðar í Keflavík, f. 29. júní 1919, d. 9. nóvember 1965. Kona hans Sigríður Reykdal Þorvaldsdóttir.
4. Magnús Hjörleifsson, f. 13. júní 1921, d. 3. september 1962. Kona hans Guðbjörg Einarsdóttir.
5. Gísli Ágúst Hjörleifsson járnsmiður, f. 13. febrúar 1923, d. 17. september 1967. Kona hans Ása Soffía Friðriksdóttir.
6. Ingibjörg Hjörleifsdóttir húsfreyja, síðast búsett í Njarðvíkum, f. 5. ágúst 1924, d. 8. febrúar 2005. Maður hennar Aðalsteinn Guðmundsson.
7. Ingi Guðmann Hjörleifsson múrari og húsasmiður, síðar í Keflavík , f. 11. september 1927 á Breiðabliki, d. 15. febrúar 2011. Kona hans Kristrún Jóhanna Pétursdóttir.
8. Andvana stúlka, f. 7. apríl 1929 á Minna-Núpi.
Barn Soffíu:
9. Rósa Runólfsdóttir húsfreyja í Hólatungu, f. 9. nóvember 1909, d. 25. apríl 1948, kona Stefáns Guðjónssonar.

Gísli var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, en þau fluttu til Eyja 1926 með börn sín nema Gísla og Magnús. Gísli var tökubarn á Raufarfelli 1926, verkamaður þar 1948.
Hann var sjómaður á Hólagötu 10 við skírn Magnúsar Friðriks 1949.
Gísli lærði járnsmíði og vann við iðn sína.
Þau Ása giftu sig 1951, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í fyrstu í Eyjum, fluttu til Keflavíkur 1958 og bjuggu þar.
Gísli lést 1967, var jarðsettur í Eyjum.
Ása flutti til Eyja, bjó við Miðstræti 14, en dvaldi síðast í Hraunbúðum og lést 2021.

I. Kona Gísla, (31. desember 1951), var Ása Soffía Friðriksdóttir frá Hól, húsfreyja, f. 16. september 1930, d. 21. ágúst 2021.
Barn þeirra:
1. Friðrik Magnús Gíslason rennismíðameistari, f. 5. mars 1949 á Hól. Kona hans Ingibjörg Sigurjónsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.