Ágústa Friðsteinsdóttir (Garðshorni)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ágústa Friðsteinsdóttir húsfreyja í Garðshorni fæddist 13. ágúst 1891 og lést 10. ágúst 1977.
Faðir hennar var Friðsteinn Guðmundur Jónsson stýrimaður í Reykjavík, f. 27. ágúst 1859 í Eyjum, d. 29. febrúar 1904.
Móðir Ágústu og kona Friðsteins, (1887), var Ástríður húsfreyja í Reykjavík, síðast á Elliheimilinu Grund, f. 18. júní 1865, d. 13. apríl 1957.
Faðir Ástríðar var Hannes Suðurlandspóstur í Reykjavík, f. 22. ágúst 1833, d. 3. júní 1912, Hansson bónda í Kumbaravogi og Syðra-Seli á Stokkseyri, f. 1797, d. 11. september 1862, Jónssonar, og konu Hans Jónssonar, Guðríðar húsfreyju, f. 1795, d. 8. september 1859, Aradóttur.
Móðir Ástríðar og kona Hannesar pósts var Kristín húsfreyja, f. 5. apríl 1841, d. 25. mars 1920, Árnadóttir bónda og hreppstjóra í Breiðholti við Reykjavík 1850, f. 14. apríl 1812, d. 26. maí 1890, og konu Árna, Ástríðar húsfreyju, f. 15. nóvember 1802, d. 30. maí 1862, Gunnarsdóttur.

Ágústa var 12 ára með foreldrum sínum í Friðsteinshúsi í Reykjavík 1901, vinnukona að Kirkjustræti 4 í Reykjavík 1910.
Hún fluttist til Eyja 1915.
Þau Haraldur bjuggu á Vilborgarstöðum 1915, á Strandbergi 1916, á Vilborgarstöðum 1917-1924.
Þau voru komin í nýbyggt hús sitt Garðshorn 1925 og bjuggu þar síðan.

I. Maður Ágústu, (1915), var Haraldur Jónasson bátsformaður og fiskimatsmaður í Garðshorni, f. 30. júní 1888, d. 27. desember 1941.

Börn Ágústu og Haraldar voru:
1. Ásta Guðmunda Haraldsdóttir húsfreyja í Garðshorni, f. 26. október 1914 í Reykjavík, d. 2. júní 2005, gift Bjarna Gíslasyni Jónssyni, f. 28. september 1911, d. 9. júní 1987.
2. Sigríður Haraldsdóttir húsfreyja að Saltabergi, f. 29. júní 1916 á Strandbergi, d. 17. febrúar 1993, gift Hlöðveri Johnsen bankaritara.
3. Guðríður Haraldsdóttir húsfreyja, f. 2. október 1917 á Vilborgarstöðum, d. 21. desember 1961, gift Þórarni Þorsteinssyni kaupmanni, f. 29. júlí 1923, d. 26. febrúar 1984.
4. Ágústa Haraldsdóttir húsfreyja, f. 14. ágúst 1919 á Vilborgarstöðum, d. 27. desember 1989, gift Trausta Jónssyni verslunarmanni og bifreiðastjóra, f. 11. janúar 1917, d. 2. janúar 1994.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
  • Magnús Bjarnason.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.