Ágústa Ragnarsdóttir (Birkihlíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ágústa Ragnarsdóttir húsfreyja, matráður í leikskóla fæddist 7. desember 1960.
Foreldrar hennar Alda Eyjólfsdóttir húsfreyja, kaupmaður, f. 19. mars 1930, d. 20. janúar 2010, og maður hennar Ragnar Hafsteinn Hafliðason málarameistari, kaupmaður, f. 12. nóvember 1928, d. 3. desember 2019.

Barn Öldu og Kristins:
1. Kristín Ósk Kristinsdóttir, f. 14. desember 1952 í Laugardal. Barnsfaðir hennar Þorvaldur Waagfjörð. Fyrrum maður hennar Jón Einar Guðmundsson. Maður hennar Vigfús J. Björgvinsson.
Börn Öldu og Ragnars:
2. Líney Guðbjörg Ragnarsdóttir húsfreyja, kaupmaður, f. 14. desember 1958. Maður hennar er Arnar Hilmarsson verslunarstjóri í Hafnarfirði.
3. Ágústa Ragnarsdóttir húsfreyja, matráður á leikskóla, f. 7. desember 1960. Maður hennar er Jónas Hilmarsson málari, starfsmaður Hrafnistu í Hafnarfirði.
4. Óskar Hafliði Ragnarsson lögfræðingur hjá Fjarskiptastofu, f. 1. mars 1970. Fyrrum sambúðarkona hans var Áslaug Friðriksdóttir Ólafssonar. Fyrrum sambúðarkona hans er Sigríður Líney Lúðvíksdóttir.

Þau Jónas giftu sig, eignuðust fimm börn, og hann eignaðist eitt barn áður. Þau búa í Hfirði.

I. Maður Ágústu er Jónas Hilmarsson úr Hfirði, málari, starfsmaður Hrafnistu í Hafnarfirði, f. 8. febrúar 1959. Foreldrar hans Hilmar Sigurðsson, f. 4. mars 1932, d. 17. desember 1977, og Ingibjörg Karlsdóttir, f. 22. janúar 1933, d. 9. maí 2008.
Börn þeirra:
1. Sylvía Rut Jónasdóttir, f. 27. október 1980.
2. Lilja Rut Jónasdóttir, f. 11. júlí 1984.
3. Tinna Rut Jónasdóttir, f. 5. febrúar 1987.
4. Alda Rut Jónasdóttir, f. 12. maí 1993.
5. Jónas Eyjólfur Jónasson, f. 13. mars 2000.
Barn Jónasar áður:
6. Helga Fanney Jónasdóttir, f. 13. mars 1977.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.