Ragnar Hafliðason (Viðey)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ragnar Hafliðason.

Ragnar Hafsteinn Hafliðason frá Viðey, málarameistari, kaupmaður fæddist 12. nóvember 1928 í Viðey og lést 3. desember 2019.
Foreldrar hans voru Hafliði Ólafsson sjómaður í Reykjavík, f. 5. maí 1894 á Lækjarbakka í Mýrdal, fórst með e/s Heklu 29. júní 1941, og barnsmóðir hans Guðbjörg Erlendsdóttir verkakona, f. 11. desember 1891 í Háfssókn í Rang., d. 13. janúar 1957.

Hálfsystkini Ragnars, börn Guðbjargar móður hans og Guðmundar Einarssonar útvegsbónda í Viðey, voru:
1. Aðalheiður Guðmundsdóttir verslunarmær í Reykjavík, f. 25. nóvember 1919, d. 5. ágúst 2008, ógift.
2. Guðbjörg Svava Guðmundsdóttir húsfreyja á Ísafirði, f. 16. september 1921, d. 22. desember 2007. Maður hennar var Ólafur Markús Guðjónsson stýrimaður.
3. Ólafía Guðmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 16. september 1921, d. 17. apríl 1992. Maður hennar var Sigurður Óskar Sigurðsson skrifstofustjóri.
Hálfsystkini Ragnars, börn Hafliða Ólafssonar og konu hans Ingibjargar Jóhannsdóttur húsfreyju, síðar saumakonu á Dalvík, f. 8. desember 1905 á Búrfelli í Svarfaðardal, d. 3. nóvember 1992:
4. Hafdís Jóhanna Hafliðadóttir, f. 10. mars 1935.
5. Ingibjörg Hafliðadóttir starfsmaður Íslandsbanka, f. 25. nóvember 1940.
Barn Hafliða Ólafssonar og Pálínu Þorkelsdóttur vinnukonu, f. 2. ágúst 1903, d. 6. október 1986 var
6. Hannes Hafliðason verslunarmaður, f. 13. júlí 1932, d. 6. febrúar 2013.

Ragnar lærði málaraiðn hjá Engilbert Gíslasyni málarameistara 1950-1954 og mun hafa verið síðasti lærlingur hans, lauk sveinsprófi 1973. Hann varð að hætta störfum um nokkurra ára skeið vegna atvinnusjúkdóms og stundaði verslunar- og þjónustustörf, rak Hressingarskálann í Viðey auk þess að þau Alda ráku Parísarbúðina í Eyjum í nokkur ár.
Ragnar kvæntist Öldu 1957. Þau eignuðust saman þrjú börn og ólu upp barn Öldu frá fyrra hjónabandi hennar. Þau byggðu og bjuggu í Birkihlíð 11 í Eyjum til Goss 1973, en fluttust þá til Hafnarfjarðar og þar stundaði Ragnar síðan málarastörf í samvinnu við Jón frá Garðhúsum, en þau Alda ráku Söluturninn við Hringbraut í Hafnarfirði.
Þau bjuggu við Breiðvang 23, en síðari ár sín bjuggu þau við Hringbraut 2b þar.
Alda lést 2010.
Ragnar dvaldi að síðustu á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Hann lést 2019.

Kona Ragnars, (24. mars 1957), var Sigríður Alda Eyjólfsdóttir frá Laugardal, húsfreyja, kaupmaður í Parísarbúðinni í Eyjum, f. 19. mars 1930, d. 20. janúar 2010.
Börn þeirra:
1. Líney Guðbjörg Ragnarsdóttir húsfreyja, kaupmaður, rekstrarstjóri, f. 14. desember 1952. Barnsfaðir hennar Miguel Herreros. Maður hennar er Arnar Hilmarsson verslunarstjóri.
2. Ágústa Ragnarsdóttir húsfreyja, matráður á leikskóla, f. 7. desember 1960. Maður hennar er Jónas Hilmarsson starfsmaður Hrafnistu í Hafnarfirði.
3. Óskar Hafliði Ragnarsson lögfræðingur hjá Póst-og fjarskiptastofnun, f. 1. mars 1970. Fyrri kona hans var Áslaug Friðriksdóttir Ólafssonar. Sambúðarkona hans margrét Rós Viðarsdóttir.
Barn Öldu af fyrra hjónabandi og stjúpbarn Ragnars er
4. Kristín Ósk Kristinsdóttir húsfreyja, matráður hjá brauðgerð Reynis bakara í Kópavogi, f. 14. desember 1952. Barnsfaðir hennar Þorvaldur Waagfjörð. Fyrrum maður hennar Jón Einar Guðmundsson. Maður hennar er Vigfús Jón Björgvinsson sjómaður.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Líney Guðbjörg Ragnarsdóttir.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 17. desember 2019. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.