Árný Sigurðardóttir (Grænuhlíð)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Árný Sigurðardóttir frá Grænuhlíð 20, húsfreyja fæddist 19. ágúst 1965.
Foreldrar hennar voru Sigurður Guðmundsson frá Eiðum við Kirkjuveg 9c, verkamaður, netagerðarmaður, f. 14. janúar 1925, d. 12. september 2003, og kona hans Kristín Anna Karlsdóttir frá Reykjavík, húsfreyja, verkakona, f. 4. júlí 1937.

Börn Kristínar Önnu og Sigurðar:
1. Sigríður Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, f. 30. ágúst 1960. Maður hennar er Sigurður Baldursson.
2. Árný Sigurðardóttir verkakona í Þorlákshöfn, f. 19. ágúst 1965. Barnsfaðir hennar eru Grétar Ísfeld Sævarsson. Sambúðarmaður Sigurvin Snorrason.
3. Anna Kristín Sigurðardóttir verkakona í Eyjum, f. 19. ágúst 1965, tvíburi. Fyrrum sambúðarmaður Gerhard Guðmundsson.

Árný var með foreldrum sínum í Grænuhlíð til Goss 1973, flutti með þeim til Þorlákshafnar og bjó þar.
Hún eignaðist barn með Grétari 1987.
Þau Sigurvin hófu sambúð, eignuðust tvö börn.

I. Barnsfaðir Árnýjar er Grétar Ísfeld Sævarsson, f. 12. júlí 1969, d. 15. október 2015.
Barn þeirra:
1. Kristín Henný Moritz Grétarsdóttir, f. 1. maí 1987.

II. Maður Árnýjar er Sigurvin Ólafur Snorrason, f. 25. janúar 1960 í Eyjum. Foreldrar hans Snorri Sigurvin Ólafsson, frá Kalmanstjörn, sjómaður, matsveinn, útgerðarmaður, f. 10. ágúst 1938, d. 19. október 2022, og kona hans Svala Sigríður Auðbjörnsdóttir, frá Eskifirði, húsfreyja, f. 17. desember 1939, d. 5. júlí 1991.
Börn þeirra:
2. Svala Mary Sigurvinsdóttir, f. 5. nóvember 1998 í Rvk.
3. Sigurður Freyr Sigurvinsson, f. 20. apríl 2000 í Rvk.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Valdaætt. Niðjatal Valda Ketilssonar bónda á Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum og k.h. Katrínar Þórðardóttur. Magnea Árnadóttir. Handrit 1992.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.