Árni Böðvarsson (Bifröst)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Árni

Árni Sigurður Böðvarsson fæddist 28. júní 1890 og lést 14. apríl 1975. Hann var rakarameistari og útgerðarmaður.

Eiginkona hans var María Wilhelmína Heilmann Eyvindardóttir, húsmóðir, f. 25.2. 1901, d. 12.12. 1983. Börn þeirra voru:

  • Fríða Sophía Böðvars, f. 19.5. 1921, d. 16.1. 1932.
  • Erna f. 15.12.1922
  • Eyvindur, f. 17.2. 1926,
  • Böðvar, f. 19.5. 1927,
  • Gunnar, f. 11.12. 1928
  • Gottfred, f. 13.12. 1932.

Árni og María fluttust árið 1925 með tvær dætur sínar til Vestmannaeyja og þar fæddust synir þeirra. Þau bjuggu í húsinu Bifröst við Bárustíg. Árið 1940 fluttust þau til Reykjavíkur og bjuggu á Seltjarnarnesi til 1951.
Árni átti bátinn Heimi VE-9 frá árinu 1939. Hann flutti með bátinn til Reykjavíkur árið 1946 og átti hann til ársins 1952.
Hann bjó að Grenimel 35 í Reykjavík.


Heimildir

  • Gardur.is
  • Minningargreinar Morgunblaðsins.

Frekari umfjöllun

Árni Sigurður Böðvarsson frá Snæbýli í Skaftártungu, V.-Skaft., rakarameistari, útgerðarmaður, fiskverkandi fæddist þar 28. júní 1890 og lést 14. apríl 1975.
Foreldrar hans voru Böðvar Pálsson frá Steinum u. Eyjafjöllum, söðlasmiður, f. 20. ágúst 1857, d. 4. apríl 1934, og kona hans Málfríður Árnadóttir frá Búlandi í Skaftártungu, V.-Skaft., f. þar 25. júlí 1868, d. 23. september 1947.

Árni var með foreldrum sínum, í Snæbýli, á Stokkseyri, í Böðvarshúsi á Seyðisfirði, N.-Múl. 1901, leigjandi í Templaragötu 9 á Ísafirði 1910.
Hann lærði rakaraiðn.
Þau María giftu sig 1920 í Reykjavík, eignuðust sex börn. Þau bjuggu í Austurkoti á Álftanesi, Gull. 1920, á Skólavörðustíg 5 við fæðingu Fríðu Soffíu 1921 og Ernu 1922.
Þau fluttu til Eyja 1925 með börnin tvö. Þau bjuggu í Bifröst 1927 og síðan uns þau fluttu á Seltjarnarnes 1940, bjuggu þar á Klöpp, fluttu til Reykjavíkur 1951, bjuggu við Grenimel.
Árni stundaði rakaraiðn og útgerð í Eyjum, stundaði útflutning á fiski.
Eftir flutning til lands reisti hann ásamt sonum sínum frystihús og fiskþurrkhús í Kópavogi 1947. Hann seldi eignirnar 1956.
Árni lést 1975 og María 1983.

I. Kona Árna, (21. febrúar 1920), var María Vilhelmína Heilmann Eyvindsdóttir Böðvarsson húsfreyja, f. 25. febrúar 1901 í Reykjavík, d. 12. desember 1983.
Börn þeirra:
1. Fríða Sophia Árnadóttir, f. 19. maí 1921, d. 16. janúar 1932.
2. Erna Böðvars Árnadóttir húsfreyja í Hafnarfirði, f. 15. desember 1922, d. 18. maí 2008. Maður hennar Jón Bjarni Kristinsson.
3. Eyvindur Árnason fiskverkandi, verksmiðjurekandi í Kópavogi, f. 17. febrúar 1926, d. 15. maí 2012. Kona hans Margrét Gestsdóttir.
4. Böðvar Árnason fiskverkandi, verksmiðjurekandi, kaupmaður, f. 19. maí 1927, d. 23. mars 2010. Kona hans Guðmunda Sesselja Gunnarsdóttir.
5. Gunnar Árnason fiskverkandi, verksmiðjurekandi í Kópavogi, f. 11. desember 1928, d. 19. febrúar 2016. Kona hans Stefanía Stefánsdóttir, látin. Sambúðarkona hans Svava Sigmundsdóttir.
6. Gottfred Árnason viðskiptafræðingur, f. 13. desember 1932. Kona hans Ásdís Jónína Magnúsdóttir hússtjórnarkennari, f. 23 desember 1931 á Ólafsfirði.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.Myndir