Gunnar Árnason (Bifröst)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Gunnar Árnason.

Gunnar Árnason fiskverkandi, verksmiðjurekandi í Kópavogi fæddist 11. desember 1928 á Bifröst við Bárustíg 11 í Eyjum og lést 19. febrúar 1916.
Foreldrar hans voru Árni Sigurður Böðvarsson rakarameistari, útgerðarmaður, fiskverkandi, f. 28. júní 1890, d. 14. apríl 1975, og kona hans María Vilhelmína Heilmann Eyvindsdóttir Böðvarsson frá Reykjavík, húsfreyja, f. þar 25. febrúar 1901, d. 12. desember 1983.

Börn Maríu og Árna:
1. Fríða Sophia Árnadóttir, f. 19. maí 1921, d. 16. janúar 1932.
2. Erna Böðvars Árnadóttir húsfreyja í Hafnarfirði, f. 15. desember 1922, d. 18. maí 2008. Maður hennar Jón Bjarni Kristinsson.
3. Eyvindur Árnason fiskverkandi, verksmiðjurekandi í Kópavogi, f. 17. febrúar 1926, d. 15. maí 2012. Kona hans Margrét Gestsdóttir.
4. Böðvar Árnason fiskverkandi, verksmiðjurekandi, kaupmaður, f. 19. maí 1927, d. 23. mars 2010. Kona hans Guðmunda Sesselja Gunnarsdóttir.
5. Gunnar Árnason fiskverkandi, verksmiðjurekandi í Kópavogi, f. 11. desember 1928, d. 19. febrúar 2016. Kona hans Stefanía Stefánsdóttir, látin. Sambúðarkona hans Svava Sigmundsdóttir.
6. Gottfred Árnason viðskiptafræðingur, f. 13. desember 1932.

Gunnar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann vann við að byggja frystihús, fiskþurrkhús og fiskimjölsverksmiðju ásamt föður sínum og bræðrum í Kópavogi á árinu 1947 og vann þar, en faðir hans seldi eignirnar árið 1956. Árið 1956 stofnuðu Gunnar og bræður hans Víbró, sem framleiddi hleðslusteina og plasteinangrun. Nokkrum árum síðar réðust þeir í byggingu skrifstofu- og verslunarhúss þar sem nú er Hamraborg í Kópavogi og frystihúsið Frostver við Bátalón í Hafnarfirði.
Þar vann Gunnar til síðustu aldamóta, er þeir seldu fyrirtækið.
Þau Stefanía giftu sig 1951, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu síðast við Digranesheiði í Kópavogi.
Stefanía lést 1995.
Gunnar bjó síðast á Hrafnistu við Brúnaveg 13 í Reykjavík.

I. Kona Gunnars, (8. september 1951), var Una Stefanía Stefánsdótttir frá Djúpavogi, húsfreyja, f. 12. október 1931 í Neskaupstað, d. 6. desember 1995. Foreldrar hennar voru Stefán Sigfússon Thorarensen lögregluþjónn í Reykjavík, f. 17. júní 1902, d. 6. ágúst 1969, og barnsmóðir hans Þorgerður Pétursdóttir í Garðshorni í Neskaupstað, f. 2. ágúst 1913, d. 3. júlí 1997. Kjörfaðir Unu Stefaníu var Halldór Björgvin Ívarsson sjómaður, netagerðarmaður, f. 18. desember 1904, d. 7. desember 1988.
Börn þeirra:
1. Kjartan Gunnarsson viðskiptafræðingur, rekstrarhagfræðingur, skrifstofustjóri, f. 23. október 1951. Kona hans Hrefna Sölvadóttir.
2. Þorgerður Gunnarsdóttir geðhjúkrunarfræðingur, aðstoðardeildarstjóri, f. 7. júní 1955. Maður hennar Ásgeir G. Sigurðsson.
3. Anna María Gunnarsdóttir húsfreyja í Álaborg, f. 3. september 1962, d. 9. febrúar 2006. Maður hennar Nils Möller-Jensen.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.