Árni Jónsson (Jónshúsi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Árni Jónsson vinnumaður frá Jónshúsi fæddist 22. júlí 1841 í Jónshúsi .
Foreldrar hans voru Jón Oddsson tómthúsmaður í Jónshúsi, síðar bóndi á Bakka í A-Landeyjum, f. 23. febrúar 1817, d. 2. desember 1894, og kona hans Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 25. september 1817, d. 25. janúar 1907.

Systir Árna var Guðný Jónsdóttir húsfreyja, frá Bakka í A-Landeyjum, síðar í Utah, f. 16. júlí 1858, d. 20. desember 1891.

Árni var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim að Bakka 1847 og var með þeim, uns hann fluttist til Eyja 1860. Hann var vinnumaður í Godthaab til 1862, í Sjólyst 1862-1865, í Juliushaab 1865-1867, en réðst þá sjómaður á skip til Kaupmannahafnar ásamt sveitunga sínum Jónasi Sæmundssyni.
Árni var ókvæntur og barnlaus í Eyjum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.