Jónas Sæmundsson (Ömpuhjalli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jónas Sæmundsson vinnumaður fæddist 31. ágúst 1841 á Kirkjulandi í A-Landeyjum.
Foreldrar hans voru Sæmundur Símonarson bóndi á Kirkjulandi, f. í október 1801 á Skíðbakka í A-Landeyjum, d. 17. júlí 1846 á Kirkjulandi, og fyrri kona hans Margrét Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 2. október 1796, d. 26. ágúst 1843.

Föðurbróðir Jónasar var Jón Símonarson bóndi í Gvendarhúsi, faðir Jóns í Gvendarhúsi.
Systkini Jónasar í Eyjum voru:
1. Hreinn Sæmundsson vinnumaður í Frydendal, f. 14. mars 1829, d. 1. október 1850.
2. Hannes Sæmundsson vinnumaður í Nýjabæ, f. 3. febrúar 1832, d. 27. júlí 1858.
3. Margrét Sæmundsdóttir húsfreyja á Steinsstöðum, f. 1. október 1835, d. 12. mars 1880.

Jónas fluttist að Þorlaugargerði 1858, var vinnumaður í Ömpuhjalli 1859-1860, í Garðinum 1861-1865, var „sjálfs sín“ á Löndum 1866.
Hann réðst sjómaður á skip til Kaupmannahafnar 1867 ásamt sveitunga sínum Árna Jónssyni.
Jónas var ókvæntur og barnlaus í Eyjum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.