Ásgrímur Eyþórsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ásgrímur Eyþórsson kaupmaður útgerðarmaður fæddist 28. maí 1877 í Rvk og lést 9. mars 1960.
Faðir hans var Eyþór Vesturlandspóstur, síðar kaupmaður í Reykjavík, f. 26. maí 1830, d. 26. október 1900, Felixson bónda í Þurranesi í Staðarhólssókn, Dal. 1835, síðar á Neðri-Brunná þar, f. 17. september 1793, d. 9. júní 1862, Sveinssonar bónda á Þernumýri í Breiðabólsstaðarsókn í Vesturhópi 1819, f. 1761, Sveinssonar, og konu Sveins, Þóreyjar húsfreyju, f. 1750, d. 29. maí 1839, Egilsdóttur.
Móðir Eyþórs Felixsonar og kona Felix var Herdís húsfreyja, f. 1788, d. 4. júlí 1863, Ólafsdóttir bónda í Snóksdal í Dalas. 1801, f. 1764, d. 22. júlí 1827, Jónssonar, og síðari konu Ólafs, Ingibjargar, f. 1762, d. 1792, Jónsdóttur.

Móðir Ásgríms og kona Eyþórs pósts og kaupmanns var Kristín húsfreyja, f. 16. desember 1842, d. 8. febrúar 1897, Grímsdóttir verslunarstjóra í Eyjum, síðar prests í Helgafellssókn á Snæfellsnesi, f. um 1775, d. 25. mars 1853, Pálssonar, og konu sr. Páls, Guðrúnar Hálfdánardóttur húsfreyju og ljósmóður.
Móðir Kristínar Grímsdóttur og síðari kona sr. Gríms var Þórunn húsfreyja, f. 9. febrúar 1801, d. 4. nóvember 1877, Ásgrímsdóttir.

Börn Eyþórs og Kristínar í Eyjum:
1. Jóhanna Eyþórsdóttir húsfreyja í Vík, f. 18. október 1870, d. 19. júlí 1944.
2. Sigríður Eyþórsdóttir húsfreyja á Reyni, f. 12. nóvember 1872, d. 15. febrúar 1942.
3. Ásgrímur Eyþórsson kaupmaður, útgerðarmaður, síðan í Reykjavík, f. 28. maí 1877, d. 9. mars 1960.

Þau Björg giftu sig, eignuðust eitt barn.
Björg lést 1901 af slysförum í Þvottalaugunum í Rvk.
Þau Soffía giftu sig 1922, bjuggu í Rvk, fluttu til Eyja 1925, bjuggu Langholti við Vestmannabraut 48a 1930, byggði húsið Björk við Vestmannabraut 47 1933. Þau fluttu til Reykjavíkur.

I. Kona Ásgríms var Björg Sigurðardóttir, f. 3. mars 1873, d. 25. júlí 1901. Foreldrar hennar voru Sigurður Friðriksson, í Hábæ í Rvk, f. 12. október 1838, d. 24. október 1916, og kona hans Sigríður Jónsdóttir, húsfreyja, f. 6. apríl 1839, d. 17. febrúar 1906. Barn þeirra:
1. Eyþór Ásgrímsson, f. 16. janúar 1899, d. 19. janúar 1905.

II. Kona Ásgríms, (26. febrúar 1904, skildu), var Ingveldur Jónsdóttir frá Berustöðum í Ásahreppi, Rang., húsfreyja, f. 8. mars 1869, d. 30. nóvember 1940. Foreldrar hennar voru Jón Þórðarson bóndi, f. 19. nóvember 1830 á Húsum í Ásahreppi, d. 23. júní 1904, og Sesselja Jónsdóttir frá Hamrahól í Ásahreppi, húsfreyja, f. 30. júlí 1830, d. 9. desember 1897.
Börn þeirra:
2. Jón Ásgrímsson, f. 28. apríl 1904, d. 30. október 1927.
3. Eyþóra Björg Ásgrímsdóttir Thorarensen húsfreyja í Rvk, f. 18. mars 1905, d. 28. ágúst 1982.
4. Rannveig Ásgrímsdóttir verkakona í Rvk, f. 12. apríl 1906, d. 5. mars 1989.
5. Eyþór Ragnar Ásgrímsson, f. 7. janúar 1911, d. 27. febrúar 1928.

III. Kona Ásgríms, (11. febrúar 1922), var Soffía Þórðardóttir frá Gerðum í V.-Landeyjum, húsfreyja, kaupkona, f. 24. júlí 1887, d. 22. september 1964. Foreldrar hennar voru Þórður Þórðarson bóndi í Gerðum í Landeyjum, f. 18. september 1844, drukknaði við Stokkseyri 20. mars 1897, og sambúðarkona hans Ingunn Eiríksdóttir frá Litlagerði í Landeyjum, f. 30. júlí 1851, d. 21. september 1940.
Barn Soffíu og fósturbarn Ásgríms var
6. Magnea Þuríður Matthilda Sjöberg á Hól, húsfreyja, leikkona, f. 16. júlí 1909, d. 16. janúar 1998.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.