Ásta Steingrímsdóttir (Kirkjulandi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ásta Steingrímsdóttir.

Ásta Steingrímsdóttir húsfreyja fæddist 31. janúar 1920 á Kirkjulandi og lést 23. apríl 2000.
Foreldrar hennar voru Steingrímur Magnússon á Miðhúsum, sjómaður, verslunarmaður, síðar fiskimatsmaður í Reykjavík, f. 6. janúar 1891, d. 30. maí 1980, og barnsmóðir hans Pálína Kristjana Scheving, verkakona, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 29. nóvember 1890 á Vilborgarstöðum, d. 27. maí 1982. Ásta var alin upp hjá Guðjóni Sigurðssyni bónda í Hlíð undir Austur-Eyjafjöllum. f. 17. ágúst 1876, d. 18. nóvember 1957, og konu hans Vilborgu Tómasdóttur húsfreyju í Hlíð, f. 12. janúar 1875, d. 15. nóvember 1932.

Börn Pálínu og Steingríms:
1. Hermann Steingrímsson, f. 29. júní 1918 í Heiðarhvammi, d. 8. apríl 1935. Hann var með móður sinni í Reykjavík 1931, stundaði menntaskólanám við andlát.
2. Ásta Steingrímsdóttir húsfreyja, f. 31. janúar 1920, d. 23. apríl 2000. Hún var fóstruð í Hlíð u. Eyjafjöllum.
Barn Pálínu og Ottós Holgers Winter Jörgensen, síðar póst- og símstjóra á Siglufirði, f. 18. janúar 1896, d. 9. janúar 1979:
3. Friðrik Jörgensen kaupsýslumaður, f. 24. janúar 1922 á Gilsbakka, d. 21. september 2006. Hann var fóstraður í Hvoltungu u. Eyjafjöllum frá eins árs aldri.
Barn Pálínu og manns hennar Gunnlaugs Bárðarsonar frá Króki í Ásahreppi, verkstjóra í Reykjavík, f. 13. febrúar 1892, d. 7. janúar 1981:
4. Hrefna Gunnlaugsdóttir, f. 15. september 1930 í Reykjavík, d. 11. ágúst 1999.

Ásta var skamma stund með foreldrum sínum. Þau skildu samvistir, áður en Ásta fæddist og henni var komið í fóstur að Hlíð fljótlega eftir fæðingu, var þar við manntal 1920.
Hún flutti til Eyja 17 ára, vann í bakaríi hjá Karli Björnssyni.
Þau Einar giftu sig 1940, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Reykjum við Vestmannabraut 54, í Baldurshaga við Vesturveg 5a, á Hilmisgötu 1, í Sólhlíð 24 og síðast á Helgafellsbraut 6. Þar bjuggu þau við Gosið 1973.
Þau fluttu til Akureyrar í Gosinu, bjuggu þar til 1986, síðan á Háaleitisbraut 117 í Reykjavík.
Einar lést 1990.
Ásta bjó síðast á Lindargötu 57 í Reykjavík. Hún lést árið 2000.

I. Maður Ástu, (31. desember 1940), var Einar Jónsson frá Ásólfsskála u. V.-Eyjafjöllum, sjómaður, verkamaður, f. 26. október 1914, d. 24. febrúar 1990.
Börn þeirra:
1. Hermann Einarsson kennari, útgefandi, f. 26. janúar 1942, d. 20. apríl 2019. Kona hans Guðbjörg Ósk Jónsdóttir.
2. Arnar Einarsson kennari, skólastjóri, f. 14. júní 1945, d. 21. júlí 2009. Kona hans Margrét Jóhannsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.