Arnar Einarsson (skólastjóri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Arnar Einarsson.

Arnar Einarsson kennari, skólastjóri, ljóðskáld fæddist 14. júní 1945 í Baldurshaga við Vesturveg 5a og lést 21. júlí 2009.
Foreldrar hans voru Einar Jónsson frá Ásólfsskála u. Eyjafjöllum, sjómaður, verkamaður, lagermaður, f. 26. október 1914, d. 25. febrúar 1990, og kona hans Ásta Steingrímsdóttir, húsfreyja, f. 31. janúar 1920, d. 23. apríl 2000.

Börn Ástu og Einars:
1. Hermann Einarsson kennari, útgefandi, f. 26. janúar 1942, d. 20. apríl 2019. Kona hans Guðbjörg Ósk Jónsdóttir.
2. Arnar Einarsson kennari, skólastjóri, f. 14. júní 1945, d. 21. júlí 2009. Kona hans Margrét Jóhannsdóttir.

Arnar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1961, varð stúdent í Menntaskólanum á Akureyri 1966, sat í lagadeild Háskóla Íslands 1968-1969, tók próf í forspjallsvísindum þar 1969. Hann lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1982, auk þess sem hann stundaði nám við kennaraháskóla Danmerkur 1978-1979. Haustið 2001 settist hann í Háskólann á Akureyri þar sem hann stundaði diplómanám í sérkennslufræðum.
Arnar vann við síldarbræðslu og sjómennsku á sumrin á námsárum sínum, síðar við golfvelli og á ferðaskrifstofu.
Hann var kennari við Gagnfræðaskólann í Eyjum 1966-1968, var forfallakennari við Flensborgarskólann, Austurbæjarskólann, Réttarholtsskólann og Hagaskólann 1968-1969, Gagnfræðaskólann á Akureyri frá 1971-1987. Hann var skólastjóri við Húnavallaskóla í A.-Húnavatnssýslu frá 1987-2002. Þá hóf hann kennslu við Glerárskóla á Akureyri, þar til hann gerðist skólastjóri við Grunnskólann á Þórshöfn haustið 2003 og gegndi því starfi til ársins 2008.
Arnar sat í stjórnum hinna ýmsu félaga, m.a. Íþróttafélagsins Þórs í Vestmannaeyjum, og ÍBV. Hann starfaði með Leikfélagi Vestmannaeyja og Lúðrasveitinni. Á Akureyri var hann virkur í leiklistarlífi MA og LA sat í stjórn Þórs og ÍBA. Þá var hann framkvæmdastjóri KSÍ árið 1982. Hann var virkur félagi í Lionshreyfingunni, bæði á Akureyri og Blönduósi, ásamt því að vera félagi í Oddfellowreglunni frá árinu 1973.
Arnar flutti til Eyja sumarið 2007, bjó við Foldahraun 37e. Þar vann hann að útgáfu ljóðabókar, sem kom út skömmu fyrir andlát hans.
Þau Margrét giftu sig 1972, eignuðust þrjú börn.
Arnar lést 2009.

I. Kona Arnars, (12. ágúst 1972), er Margrét Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 6. mars 1953. Kjörforeldrar hennar voru Jóhann Gunnar Benediktsson, f. 9. janúar 1916, d. 8. febrúar 2010, og kona hans Halldóra Ingimarsdóttir húsfreyja, f. 19. júní 1920, d. 8. apríl 2011.
Börn þeirra:
1. Jóhann Gunnar Arnarsson, f. 26. apríl 1973. Kona hans Kristín Ólafsdóttir.
2. Erna Margrét Arnarsdóttir, f. 3. júní 1975. Maður hennar Ólafur Gylfason.
3. Elísa Kristín Arnarsdóttir, f. 16. október 1984. Maður hennar Arnviður Ævarr Björnsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 27. júlí 2009. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.