Ástríður Sigurðardóttir (Hellnahóli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ástríður Sigurðardóttir húsfreyja á Hellnahóli u. Eyjafjöllum fæddist 25. júlí 1859 á Borgareyrum u. Eyjafjöllum og lést 10. júlí 1937.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson bóndi á Borgareyrum, síðar í Hvammi u. Eyjafjöllum, f. 30. mars 1826, d. 12. mars 1887, og kona hans Dýrfinna Kolbeinsdóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1830, d. 2. maí 1878.

Ástríður var með foreldrum sínum á Borgareyrum u. Eyjafjöllum 1860, tökubarn á Sauðhúsvelli þar 1870, var með föður sínum í Hvammi 1880.
Hún var gift kona Ingvars vinnumanns á Hellnahóli 1890 með nýfæddan son sinn Ágúst Sigurð, húsfreyja þar 1901 með 6 börn þeirra og Sólrúnu tengdamóður sína.
Þau Ingvar fluttust til Eyja 1909 með 3 börn sín. Þau voru húsfólk í Bræðraborg.
Ingvar lést 1910 og Ástríður fór á árinu að Hvammi með Jóhönnu Júlíönu og var þar vinnukona 1910. Dýrfinna var þar í fóstri.
Hún sneri til Eyja, var hjá Guðbjörgu dóttur sinni í Langholti 1920, var ekkja í Víðidal, Vestmannabraut 33 1925, prjónakona þar 1930.
Hún lést 1937.

ctr


Ástríður Sigurðardóttir og Ingvar Einarsson.

Maður Ástríðar var Ingvar Einarsson bóndi á Hellnahóli, síðar húsmaður í Bræðraborg, lést 1910, árið eftir flutning til Eyja. Börn þeirra hér:
1. Ágúst Sigurður Ingvarsson verkamaður, f. 27. júní 1890, d. 25. nóvember 1963.
2. Sólrún Ingvarsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 9. okt. 1891, d. 21. ágúst 1974, gift Sveini Sigurhanssyni vélstjóra og múrara, f. 21. júní 1892, d. 6. desember 1963.
3. Einar Ingvarsson sjómaður í Eyjum, f. 9. okt. 1891, tvíburi við Sólrúnu, d. 18. maí 1968, kvæntur Guðrúnu Eyjólfsdóttur húsfreyju, f. 4. febr. 1898, d. 29. nóvember 1980.
4. Guðbjörg Ingvarsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 28. júní 1897, d. 2. september 1987, gift Sveinbirni Einarssyni trésmið, f. 12. júní 1890, d. 13. ágúst 1984.
5. Dýrfinna Ingvarsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ, f. 7. júlí 1900, d. 1. desember 1986, gift Sigurði Gottskálkssyni frá Hraungerði í Eyjum, verkamanni og bónda á Kirkjubæ, f. 23. ágúst 1894, d. 5. apríl 1955.
6. Jóhanna Júlíana Ingvarsdóttir húsfreyja í Neskaupstað 1930, f. 13. okt. 1901, d. 2. nóvember 1937, gift Guðna Sveinssyni sjómanni á Norðfirði, f. 6. maí 1894, d. 15. nóvember 1975.

ctr


Sex af börnum hjónanna á Hellnahóli, Ingvars og Ástríðar.

Aftari röð frá vinstri: Sólrún, Guðbjörg, Dýrfinna, Jóhanna. Fremri röð frá vinstri: Einar, Ágúst Sigurður.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.