Íris Ólöf Sigurjónsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Íris Ólöf Sigurjónsdóttir.

Íris Ólöf Sigurjónsdóttir kennari, textíllistakona fæddist 29. september 1958 í Eyjum.
I. Faðir hennar var Sigurjón Friðþjófur Jónsson símritari, loftskeytamaður, loftsiglingafræðingur, flugumsjónarmaður f. 6. apríl 1925 í Reykjavík, d. 8. desember 2000.
I. Móðir Írisar er Ragnheiður Sigurðardóttir frá Stakkagerði, húsfreyja, lyfjatæknir, f. 20. mars 1929.

Börn Ragnheiðar og Sigurjóns:
1. Jón Ari Sigurjónsson vélvirki í Kanada, f. 26. janúar 1952. Barnsmóðir hans Lovísa Gísladóttir. Kona hans Sigríður Oddný Gunnlaugsdóttir.
2. Matthildur Sigurjónsdóttir húsfreyja, læknaritari, háskólanemi, f. 21. janúar 1957, d. 7. mars 2011. Maður hennar Börkur Bragi Baldvinsson.
3. Íris Ólöf Sigurjónsdóttir húsfreyja, textílforvörður, textíllistamaður, kennir textílsögu, fyrrum safnstjóri á Hvoli á Dalvík, f. 29. september 1958. Fyrrum maður hennar Jón Árnason. Maður hennar Hjörleifur Hjartarson.
4. Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur, f. 19. desember 1962. Kona hans Auður Svanhvít Sigurðardóttir.
5. Sigurjón Ragnar Sigurjónsson ljósmyndari, f. 15. mars 1967. Barnsmóðir hans Ólöf Reynisdóttir. Sambúðarkona Steinunn Þorsteinsdóttir.

Íris var með foreldrum sínum í æsku, á Hólagötu 39. Hún varð stúdent í Ármúlaskóla í Rvk 1981, lauk vefnaðarkennaraprófi í Statens Lærerhögskule í forming í Ósló haustið 1985, var í saumaskóla í Ósló haustið 1981, sótti 4 námskeið í vefnaði í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1979 og 1980 í Statens Kunst og Håndverkskole í Ósló veturinn 1985-1986, nam textílforvörslu í Cortault Institute of Art-London University 1995-1998.
Hún er textillistakona, fyrrum safnstjóri á Hvoli á Dalvík, textílforvörður, textílsögukennari.
Þau Jón giftu sig 1981, eignuðust þrjú börn, en skildu.
Þau Hjörleifur giftu sig 2004, eiga ekki börn saman, en hann á fjögur börn.

I. Maður Írisar, (11. ágúst 1981, skildu), var Jón Árnason kennari, innanhússarkitekt, deildarstjóri hönnunardeildar Stöðvar 2, f. 12. maí 1954, d. 7. desember 2022. Foreldrar hans voru Árni Árnason Hafstað, starfsmaður tæknideildar Landsímans, f. 2. febrúar 1915, d. 20. nóvember 1994, og Arngunnur Ársælsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 13. október 1919, d. 6. júní 2012.
Börn þeirra:
1. Ragnheiður Jónsdóttir tónmeistari, f. 18. mars 1986.
2. Árni Jónsson myndlistarmaður, f. 20. febrúar 1989. Sambúðarkona hans Sigurrós G. Björnsdóttir.
3. Finnbogi Jónsson, með B.A.-próf í sálfræði, f. 19. desember 1994. Sambúðarkona hans Sigurbjörg Ósk Klörudóttir.

II. Maður Írisar, (28. ágúst 2004), er Hjörleifur Hjartarson, f. 5. apríl 1960. Foreldrar hans Hjörtur Friðrik Eldjárn Þórarinsson búfræðingur, bóndi, f. 24. febrúar 1920, d. 1. apríl 1996, og kona hans Sigríður Margrét Árnadóttir Hafstað húsfreyja, f. 19. janúar 1927.
Börn hans:
4. Ása Helga Hjörleifsdóttir kvikmyndaleikstjóri, f. 1. ágúst 1984.
5. Baldur Hjörleifsson tölvufræðingur, f. 26. maí 1988.
6. Árni Hjörleifsson sagnfræðingur, f. 23. febrúar 1991.
7. Hjörtur Hjörleifsson tónlistarmaður, f. 23. febrúar 1991.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.‘
  • Íris.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 6. janúar 2023. Minning Jóns Árnasonar.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.