Jón Ari Sigurjónsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Jón Ari Sigurjónsson.

Jón Ari Sigurjónsson vélstjóri fæddist 26. janúar 1952 á Strandbergi við Strandveg 39.
Faðir hans var Sigurjón Friðþjófur Jónsson símritari, loftskeytamaður, loftsiglingafræðingur, flugumsjónarmaður, f. 6. apríl 1925 í Reykjavík, d. 8. desember 2000.
Móðir Jóns Ara er Ragnheiður Sigurðardóttir frá Stakkagerði, húsfreyja, lyfjatæknir, f. 20. mars 1929.

Börn Ragnheiðar og Sigurjóns:
1. Jón Ari Sigurjónsson vélvirki í Kanada, f. 26. janúar 1952. Barnsmóðir hans Lovísa Gísladóttir. Kona hans Sigríður Oddný Gunnlaugsdóttir.
2. Matthildur Sigurjónsdóttir húsfreyja, læknaritari, háskólanemi, f. 21. janúar 1957, d. 7. mars 2011. Maður hennar Börkur Bragi Baldvinsson.
3. Íris Ólöf Sigurjónsdóttir húsfreyja, textílforvörður, textíllistamaður, kennir textílsögu, fyrrum safnstjóri á Hvoli á Dalvík, f. 29. september 1958. Fyrrum maður hennar Jón Árnason. Maður hennar Hjörleifur Hjartarson.
4. Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur, f. 19. desember 1962. Kona hans Auður Svanhvít Sigurðardóttir.
5. Sigurjón Ragnar Sigurjónsson ljósmyndari, f. 15. mars 1967. Barnsmóðir hans Ólöf Reynisdóttir. Sambúðarkona Steinunn Þorsteinsdóttir.

Jón Ari var með foreldrum sínum.
Hann lauk gagnfræðaprófi í Vogaskóla í Rvk 1969, 1. stigi í Vélskóla Vestmannaeyja 1971 og 2. stigi í Reykjavík 1972, sveinsprófi í vélvirkjun í í Magna 1975, hlaut meistararéttindi 1978. Hann hefur auk þess stundað ýmiskonar tækninám í Vancouver í Kanada, á Englandi og víðar frá 1978 til 1996.
Jón Ari vann í Fiskimjölsverksmiðju Einars Sigurðssonar (FES) 1969-1970, hjá Luxair í Luxemburg sumarið 1970, var vélstjóri á Danska Pétri VE 423 sumarið 1971, á Kap VE sumarið 1972, en var nemi/vélvirki í Magna 1972-1977. Hann vann við tækniþjónustu hjá Cullen Detroit Diesel Allison í Kanada 1978-1983, var með eigin rekstur í Eyjum 1983-1985, var afleysinavélstjóri hjá BC Ferry Corporation í Viktoria í Kanada 1985-1995, en hefur frá 1996 verið tækniráðgjafi í nýsmíðadeild sama fyritækis.
Jón Ari hefur rekið eigið fyrirtæki í Viktoria frá 1986. Það heitir Jasi Stakko International og sérsmíðar tölvur undir nafninu Jasi Computers, setur upp viðhaldsforrit og veitir ráðgjöf.
Jón Ari eignaðist barn með Lovísu 1970.
Þau Sigríður Oddný giftu sig, eignuðust tvö börn.

I. Barnsmóðir Jóns Ara er Lovísa Gísladóttir, f. 22. nóvember 1952 í Eyjum.
Barn þeirra:
1. Hrafnhildur Jónsdóttir, f. 6. desember 1970.

II. Kona Jóns Ara er Sigríður Oddný Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 26. maí 1951. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Haukur Sveinsson kennari á Flateyri, síðast í Hafnarfirði, f. 11. september 1913 í Flatey, d. 31. mars 1969, og kona hans Ingileif Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1913 á Flateyri, d. 3. mars 2009.
Börn þeirra:
2. Hjördís Jónsdóttir, f. 16. júní 1974 í Hafnarfirði. Hún býr í Kanada.
3. Ingileif Guðrún Jónsdóttir, f. 19. maí 1975 í Eyjum. Hún býr í Kanada.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.