Ísleifur Jónsson (Húsavík)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ísleifur Jónsson.

Ísleifur Jónsson frá Húsavík, málarameistari fæddist þar 25. apríl 1928 og lést 21. ágúst 2008.
Foreldrar hans voru Jón Auðunsson skósmiður, f. 12. ágúst 1891 í Gerðum á Stokkseyri, d. 15. mars 1975, og kona hans Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 29. nóvember 1888 á Nesi í Selvogi, d. 19. júní 1980.

Börn Sigríðar og Jóns:
1. Sigríður Jónsdóttir, f. 6. febrúar 1918 á Gjábakka, d. 30. ágúst 1958.
2. Borgþór Jónsson kennari, f. 11. desember 1919 í Húsavík, d. 4. júlí 1968.
3. Jóna Alda Jónsdóttir, f. 17. apríl 1923 í Húsavík, d. 5. janúar 2015.
4. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 19. mars 1925 í Húsavík.
5. Jón Vídalín Jónsson, f. 19. desember 1926 í Húsavík.
6. Ísleifur Jónsson, f. 25. apríl 1928 í Húsavík, d. 21. ágúst 2008.
7. Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 30. september 1929 í Húsavík, d. 8. desember 2016.
8. Sigurður Jónsson verkamaður, íþróttafrömuður, f. 22. desember 1930 í Húsavík, d. 24. maí 2014.

Ísleifur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam málaraiðn hjá Engilbert Gíslasyni 1946-1950, lauk prófi í Iðnskólanum og sveinsprófi 1950, fékk meistarabréf í Eyjum 1957.
Ísleifur stundaði iðn sína í Eyjum, fluttist til Reykjavíkur við Gos 1973 og var málari þar.
Hann lést 2008.

Þau Elísabet giftu sig 1959, eignuðust fimm börn, en misstu eitt þeirra nýfætt og tvö fæddust andvana. Þau bjuggu í Húsavík í fyrstu, á Faxastíg 45 1964, á Eiðum við Kirkjuveg 9c við Gos. Þau fluttu til Reykjavíkur og bjuggu þar.
Ísleifur lést 2008. Elísabet býr að Gnoðarvogi 46.

I. Kona Ísleifs, (16. maí 1959), er Elísabet Vilhjálmsdóttir fædd Graupner í Þýskalandi, húsfreyja, f. þar 26. febrúar 1939 í Kroppenstedt í hinu forna Prússlandi.
Börn þeirra:
1. Jens Willy Ísleifsson bjó í Reykjavík, starfsmaður í Áburðarverksmiðjunni og síðar hjá Íslenska gámafélaginu, f. 25. nóvember 1959, d. 26. ágúst 2006 af slysförum, ókv. og barnlaus.
2. Drengur, f. 30. mars 1961, d. 1. apríl 1961.
3. Andvana drengur, f. 28. maí 1962.
4. Vilborg Liesbeth Ísleifsdóttir, f. 29. febrúar 1964 á Landspítalanum.
5. Andvana stúlka, f. 1970.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.