Borgþór Jónsson (Húsavík)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Borgþór Jónsson.

Borgþór Jónsson frá Húsavík, kennari, myndlistarmaður fæddist þar 11. desember 1919 og lést 4. júlí 1968.
Foreldrar hans voru Jón Auðunsson skósmiður, f. 12. ágúst 1891 í Gerðum á Stokkseyri, d. 15. mars 1975, og kona hans Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 29. nóvember 1888 á Nesi í Selvogi, d. 19. júní 1980.

Börn Sigríðar og Jóns:
1. Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, verkakona í Eyjum, f. 6. febrúar 1918 á Gjábakka, d. 30. ágúst 1958.
2. Borgþór Jónsson kennari í Reykjavík og víðar, f. 11. desember 1919 í Húsavík, d. 4. júlí 1968.
3. Jóna Alda Jónsdóttir húsfreyja á Egilsstöðum og í Reykjavík, f. 17. apríl 1923 í Húsavík, d. 5. janúar 2015.
4. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 19. mars 1925 í Húsavík.
5. Jón Vídalín Jónsson húsgagnasmíðameistari í Eyjum og Reykjavík, f. 19. desember 1926 í Húsavík.
6. Ísleifur Jónsson málarameistari í Eyjum og Reykjavík, f. 25. apríl 1928 í Húsavík, d. 21. ágúst 2008.
7. Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 30. september 1929 í Húsavík, d. 8. desember 2016.
8. Sigurður Jónsson verkamaður, íþróttafrömuður í Eyjum, f. 22. desember 1930 í Húsavík, d. 24. maí 2014.

Borgþór var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam í Unglingaskólanum í Eyjum, var óreglulegur nemandi í Kennaraskólanum 1938-1939, lauk kennaraprófi í Handíðaskólanum 1942 og sótti mörg námskeið í málaralist.
Borgþór var húsvörður við Íþróttaskóla Jóns Þorsteinssonar í Reykjavík og kenndi íþróttir hjá Glímufélaginu Ármanni 1943-1945.
Hann var kennari við Barnaskólann á Akureyri 1950-1952, heimavistarskólann á Jaðri við Reykjavík frá 1952-1965, stundakennari við Höfðaskóla í Reykjavík 1965-1968.
Borgþór var listmálari og tók þátt í fjölda samsýninga.
Hann var ókv. og barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.