Ólöf Jónsdóttir (Tindastóli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jónný Ólöf Jónsdóttir frá Seglbúðum í Landbroti, V.-Skaft., húsfreyja á Tindastóli við Sólhlíð 17 fæddist 14. ágúst 1906 og lést 4. mars 1975.
Foreldrar hennar voru Jón Þorkelsson bóndi, f. 19. júní 1857 í Eystra-Hrauni í Landbroti, d. 8. júní 1906, og kona hans Ólöf Jónsdóttir frá Höfðabrekku í Mýrdal, húsfreyja, f. 30. september 1860, d. 20. júlí 1953.

Ólöf fæddist eftir dauða föður síns. Hún var með móður sinni í Seglbúðum til 1919, hjá bróður sínum þar 1919-1928. Hún kom frá Hallormsstað 1933, var vinnukona í Seglbúðum 1933-1936, fór þá til Rvk.
Þau Torfi giftu sig 1939, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Tindastóli í Eyjum 1950-1963.
Torfi lést 1963 og Ólöf 1975.

I. Maður Ólafar, (8. apríl 1939), var Torfi Jóhannsson bæjarfögeti, f. 7. apríl 1906 á Hólmum í Reyðarfirði, d. 10. apríl 1963.
Barn þeirra:
1. Kristján Torfason bæjarfógeti, dómstjóri, framkvæmdastjóri Óbyggðanefndar, f. 4. nóvember 1939, d. 30. mars 2018.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.