Ólöf Sveinhildur Helgadóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ólöf Sveinhildur Helgadóttir.

Ólöf Sveinhildur Helgadóttir frá Grund á Dalatanga við Mjóafjörð eystri, húsfreyja fæddist þar 16. nóvember 1906 og lést 19. nóvember 1999 á Garðvangi í Garði, Gull.
Foreldrar hennar voru Helgi vitavörður á Dalatanga, bóndi á Grund í Mjóafirði 1897-1922, f. 19. nóvember 1866 í Austdal í Seyðisfirði, d. 16. júlí 1922, Hávarðar vinnumanns á Grund, bónda í örfá ár, m.a. í Borgarfirði eystra og á Krossi í Mjóafirði, f. 26. sept. 1823 á Grund, d. 26. febr. 1871, Jónssonar, Torfasonar og konu Hávarðar, Sigurlaugar húsmóður, f. 4. febrúar 1840, d. 19. marz 1900, Sveinsdóttur bónda á Setbergi í Borgarfirði eystra, Jónssonar.
Móðir Ólafar og kona, (30. okt. 1887), Helga var Ingibjörg húsmóðir, f. 10. janúar 1867, d. 11. nóvember 1948, Þorvarðar húsmanns í Einholti á Mýrum í A-Skaft., Þorvaldssonar og konu Þorvarðar, Bergljótar Arngrímsdóttur.

Bróðir Ólafar - í Eyjum var
1. Jón Ingvar Helgason vitavörður, verkamaður, f. 25. apríl 1896, d. 11. febrúar 1970.

Ólöf var með foreldrum sínum, yngst 13 barna þeirra. Faðir hennar lést, er hún var sextán ára.
Þau Guðleifur giftu sig 1931, eignuðust sex börn. Þau hófu búskap í Eyjum, bjuggu á Brekastíg 24 og í Nýjabæ, fluttu 1934 til Siglufjarðar, voru vitaverðir á Sauðanesvita, en áttu þar heima skamma hríð. Þá áttu þau heima um þrettán ára skeið í Hafnarfirði eða til ársins 1949, er þau fluttust til Keflavíkur og áttu heima þar síðan.
Guðleifur lést 1967 og Ólöf 1999.

I. Maður Ólafar, (20. maí 1931), var Guðleifur Ísleifsson frá Neðri-Dal u. Eyjafjöllum, skipstjóri, f. 10. október 1906, d. 20. mars 1967.
Börn þeirra:
1. Ísleifur Guðleifsson skipstjóri, hafnarvörður, f. 6. desember 1931 á Brekastíg 24, d. 12. apríl 2023. Kona hans Sigrún Haraldsdóttir, látin.
2. Helgi Guðleifsson vélstjóri, f. 24. september 1933 í Nýjabæ. Kona hans Einarína Sigurveig Hauksdóttir.
3. Kristján Guðleifsson bifreiðastjóri, f. 26. febrúar 1935. Kona hans Anna Maggý Guðmundsdóttir.
4. Ingibjörg Sigurlaug Guðleifsdóttir húsfreyja, f. 1. febrúar 1937. Maður hennar Guðmundur Stefánsson.
5. Vilborg Guðleifsdóttir húsfreyja, f. 30. maí 1939, d. 14. apríl 1995.
6. Heiðrún Guðleifsdóttir húsfreyja, f. 18. desember 1948


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 28. nóvember 1999. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.