Jón Helgason (Grund)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Jón Ingvar Helgason.

Jón Ingvar Helgason frá Grund á Dalatanga í Mjóafirði eystri, vitavörður á Sauðanesi, síðar í Eyjum fæddist 25. apríl 1896 og lést 11. febrúar 1970.
Foreldrar hans voru Helgi vitavörður á Dalatanga, bóndi á Grund í Mjóafirði 1897-1922, f. 19. nóvember 1866 í Austdal í Seyðisfirði, d. 16. júlí 1922, Hávarðar vinnumanns á Grund, bónda í örfá ár, m.a. í Borgarfirði eystra og á Krossi í Mjóafirði, f. 26. sept. 1823 á Grund, d. 26. febr. 1871, Jónssonar, Torfasonar og konu Hávarðar, Sigurlaugar húsmóður, f. 4. febrúar 1840, d. 19. marz 1900, Sveinsdóttur bónda á Setbergi í Borgarfirði eystra, Jónssonar.
Móðir Jóns og kona, (30. okt. 1887), Helga var Ingibjörg húsmóðir, f. 10. janúar 1867, d. 11. nóvember 1948, Þorvarðar húsmanns í Einholti á Mýrum í A-Skaft., Þorvaldssonar og konu Þorvarðar, Bergljótar Arngrímsdóttur.

Jón stundaði búskap á Grund og sjóróðra á bát, sem gerður var út frá Brekku. Sumarið 1934 réðst hann vitavörður að Sauðanesi við Siglufjörð og bjó þar til ársins 1953, er þau hjón fluttu til Siglufjarðar, en 1957 fluttu þau til Eyja og bjuggu þar síðan. Vann Jón þar ýmis störf meðan heilsa leyfði.

Kona Jóns Ingvars, (9. janúar 1930), var Jóna Sigurborg Jónsdóttir húsfreyja, f. 5. janúar 1903, d. 2. maí 1996.
Börn þeirra voru:
1. Sveinn Jónsson rennismiður og vélvirki, f. 19. október 1931, d. 6. apríl 2005.
2. Ingibjörg Jónsdóttir, 28. nóvember 1933, d. 23. desember 1934.
3. Helga Jónsdóttir húsfreyja í Grindavík, f. 28. nóvember 1933, d. 17. ágúst 1972.
4. Ólafur Jónsson, f. 4. febrúar 1936, d. 26. mars 1937.
Fósturbörn þeirra:
5. Haflína Ásta Ólafsdóttir húsfreyja, f. 8. ágúst 1932.
6. Halldór Pálsson vélstjóri, f. 10. apríl 1939, d. 29. september 2014.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Mjófirðingasögur. Vilhjálmur Hjálmarsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1987-1990.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.