Ólafur Einarsson (skipstjóri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ólafur Ágúst Einarsson skipstjóri fæddist 1. júlí 1961.
Foreldrar hans Einar Ólafsson frá Heiðarbæ, vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 23. desember 1933, d. 30. nóvember 2014, og kona hans Viktoría Ágústa Ágústsdóttir frá Aðalbóli, húsfreyja, kennari, bókavörður, útgerðarmaður, f. 9. október 1937, d. 4. apríl 2020.

Börn Ágústu og Einars:
1. Ólafur Ágúst Einarsson skipstjóri, f. 1. júlí 1961. Kona hans Halla Svavarsdóttir.
2. Agnes Einarsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 18. júní 1962. Maður hennar Kári Þorleifsson.
3. Viðar Einarsson málarameistari, f. 13. júní 1966. Kona hans Dóra Björk Gunnarsdóttir.
4. Hjalti Einarsson skipstjóri, f. 8. janúar 1972. Kona hans Dagmar Skúladóttir.

Ólafur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk Stýrimannaskólanum í Eyjum 1980.
Ólafur var sjómaður, óbreyttur með föður sínum á Kap VE, varð skipstjóri á honum 1987-1997, þá á Faxa frá Rvk , en frá 2007 var hann með Álsey og síðan Heimaey frá komu hennar til landsins 2012.
Þau Halla giftu sig 1982, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Goðahraun 28 við Gos 1973, búa við Hrauntún 47.

I. Kona Ólafs, (31. júlí 1982), er Halla Svavarsdóttir kennari, húsfreyja, f. 29. október 1957.
Börn þeirra:
1. Sindri Ólafsson ritstjóri Eyjafrétta, f. 19. maí 1983. Kona hans Hildur Solveig Sigurðardóttir.
2. Daði Ólafsson stýrimaður, f. 22. júní 1987. Kona hans Thelma Hrund Kristjánsdóttir.
3. Einar Gauti Ólafsson málari, f. 17. desember 1991. Sambúðarkona hans Erla Steina Sverrisdóttir.
4. Svava Tara Ólafsdóttir kaupmaður, f. 22. júlí 1994. Sambúðarmaður hennar Dagur Arnarson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.