Birgir Bernódusson (Borgarhóli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Birgir Bernódusson.

Birgir Bernódusson frá Borgarhól, stýrimaður fæddist 4. apríl 1946 og lést 1. mars 1979.
Foreldrar hans voru Bernódus Þorkelsson frá Sandprýði, vélstjóri, skipstjóri, f. 3. júní 1920, d. 11. febrúar 1957, og kona hans Aðalbjörg Jóhanna Bergmundsdóttir, f. 22. desember 1919 á Strönd, d. 8. september 2003.

Börn Aðalheiðar og Bernódusar:
1. Birna Berg Bernódusdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður í Hafnarfirði, f. 8. september 1938 í Stakkholti.
2. Þorkell Birgir Bernódusson, f. 14. nóvember 1939 á Haukfelli, d. 1943 úr berklum.
3. Elínborg Bernódusdóttir húsfreyja, fiskverkakona í Eyjum, f. 4. desember 1940 í London.
4. Þóra Birgit Bernódusdóttir húsfreyja, verkakona, klinikdama í Eyjum, f. 8. desember 1942 í London, d. 26. janúar 2013.
5. Aðalbjörg Jóhanna Bernódusdóttir húsfreyja, útgerðarmaður í Eyjum, f. 28. júní 1944 í London.
6. Birgir Bernódusson stýrimaður, f. 4. apríl 1946 að Faxastíg 11, fórst með v/b Ver 1. mars 1979.
7. Helgi Bernódusson cand. mag. í íslensku og almennum málvísindum, skrifstofustjóri Alþingis, f. 6. ágúst 1949 á Borgarhól.
8. Jón Einarsson Bernódusson skipaverkfræðingur, forstöðumaður skipasviðs Siglingamálastofnunar, f. 18. febrúar 1952 á Sjúkrahúsinu.
9. Þuríður Bernódusdóttir húsfreyja, þjónustufulltrúi, f. 13. nóvember 1954 á Sjúkrahúsinu.
Börn Aðalbjargar og Magnúsar Magnússonar, síðari manns hennar:
10. Jóhannes Þórarinsson, f. 1. nóvember 1959. Hann varð kjörbarn Ásu Bergmundsdóttur systur Aðalbjargar, f. 2. maí 1926, d. 28. nóvember 2004, og Þórarins Kristjánssonar sjómanns, kaupmanns, f. 13. júní 1920, d. 11. janúar 1983.
11. Elín Helga Magnúsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Eyjum og Reykjavík, f. 16. september 1963.

Birgir missti föður sinn 1957.
Hann nam við Stýrimannaskólann í Eyjum og lauk I. og II. stigi.
Hann stundaði sjómennsku frá 16 ára aldri, var stýrimaður á vélbátnum Ver og fórst með honum 1. mars 1979.
Birgir eignaðist barn með Steinunni 1968.
Þau Theodóra giftu sig 1975, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Görðum, í Framtíð við Hásteinsveg, á Hólagötu 7 og höfðu nýlega flutt á Áshamar 75, er Birgir drukknaði. Theodóar býr í Garðabæ.

I. Barnsmóðir Birgis var Steinunn Hilmarsdóttir starfsmaður á Reykjalundi, f. 5. maí 1944, d. 20. júlí 2011. Foreldrar hennar voru Hilmar Lúthersson, f. 3. janúar 1921, d. 18. júní 1979, og Guðrún Ólafsdóttir, f. 15. maí 1921, d. 3. mars 1997.
Barn þeirra:
1. Gunnar Birgir Birgisson öryrki, f. 2. ágúst 1968. Kjörforeldrar hans Jóhannes Sigurður Guðmundsson, f. 3. júní 1942 og Kristjana Halldóra Kjartansdóttir, f. 20. júlí 1943.

II. Kona Birgis, (23. ágúst 1975), er Theodóra Þórarinsdóttir húsfreyja, starfsmaður leikskóla, öryrki, f. 1. september 1953 í Reykjavík.
Barn þeirra:
2. Rakel Birgisdóttir ráðgjafi, f. 11. febrúar 1976. Maður hennar Geir Leó Guðmundsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.