Þorbjörg Þorvaldsdóttir (Dölum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þorbjörg Þorvaldsdóttir vinnukona í Dölum og víðar fæddist 19. maí 1843 í Krosshjáleigu (nú Kross II) í A-Landeyjum og lést 4. janúar 1925.
Foreldrar hennar voru Þorvaldur Magnússon bóndi, f. í Skíðbakkahjáleigu í A-Landeyjum, skírður 20. jílí 1801, d. 30. maí 1871 í Tjarnarkoti þar, og kona hans Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 11. maí 1812 í Efri-Úlfsstaðahjáleigu (nú Sléttuból), d. 17. maí 1870.

Þorbjörg var systurdóttir Magnúsar Bjarnasonar í Helgahjalli og Jóns Bjarnasonar á Oddsstöðum.

Þorbjörg var með foreldrum sínum í æsku, 19 ára vinnukona í Tjarnarkoti í A-Landeyjum 1860.
Hún fluttist úr Landeyjum að Norðurgarði 1867, var vinnukona í Brandshúsi 1868, í Dölum 1869- 1872, eignaðist Þorstein með Guðna bónda þar 1872. Hún var í Landlyst 1872-1876, á Vilborgarstöðum 1876-1881, í Þorlaugargerði 1881-1882, í Dölum 1882-1883. Hún eignaðist Ingiberg 1882.
Þorbjörg fluttist frá Eyjum til lands 1883 með Ingiberg son sinn. Hún var vinnukona hjá Jóhönnu systur sinni í Brennu u. Eyjafjöllum 1890, en Ingibergur var þá hjá Sólrúnu móðursystur sinni. Hún var hjá Jóhönnu í Ystabæli þar 1901 og á Rauðafelli þar 1910 og enn hjá Jóhönnu systur sinni á Miðbælisbökkum þar 1920.
Þorbjörg lést 1925.

Barnsfaðir hennar var Guðni Guðnason bóndi í Dölum, f. 24. apríl 1828, d. 27. mars 1875.
Barn þeirra var
1. Þorsteinn Guðnason, f. 12. apríl 1872, fluttist til Kanada, d. 22. nóvember 1960.

II. Barnsfaðir hennar var Sverrir Jónsson frá Túni, f. 6. nóvember 1857.
Barn þeirra var
2. Ingibergur Sverrisson, f. 18. júni 1882 í Dölum, d. 19. september 1903.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.