Þorbjörg Jónsdóttir (Langholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þorbjörg Jónsdóttir verkakona, gamalmenni fæddist 7. ágúst 1866 í Hvammi í Norðurárdal í Mýrasýslu.
Foreldrar hennar voru Jón Helgason frá Lundi í Þverárhlíð, Mýr., bóndi, f. 14. júlí 1832, d. 1. nóvember 1906, og kona hans Þorlaug Jónsdóttir húsfreyja, f. 13. mars 1838, d. 3. október 1913.

Þorbjörg var með foreldrum sínum í Króki í Mýr. 1870 og 1880, sveitarómagi í Króki 1890, sveitarstúlka á Gestsstöðum þar 1901, niðursetningur í Fornahvammi í Mýr. 1910, síðar verkakona í Rvk, ógift. Hún flutti til Eyja 1928, var gamalmenni í Langholti við Vestmannabraut 48a 1930 og í Björk við Vestmannabraut 47 1934, í báðum stöðum hjá Ásgrími Eyþórssyni og Soffíu Þórðardóttur. Hún finnst ekki 1940.
Dánardægur er óþekkt.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.