Þorbjörn Þ. Pálsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þorbjörn Þórðarson Pálsson framkvæmdastjóri, löggiltur fasteignasali fæddist 3. maí 1951.
Foreldrar hans voru Páll Þorbjörnsson kaupfélagsstjóri, skipstjóri, alþingismaður, forstjóri, kaupmaður, f. 7. október 1906, d. 20. febrúar 1975, og kona hans Bjarnheiður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 7. nóvember 1919, d. 10. ágúst 1976.

Börn Bjarnheiðar og Páls:
1. Guðrún Pálsdóttir sjúkraliði, f. 23. september 1933 á Brekku, d. 25. ágúst 2013. Maður hennar Þröstur Sigtryggsson, látinn.
2. Hrafn Pálsson sjómaður stýrimaður, f. 10. mars 1935 í Þingholti, d. 22. maí 1986. Barnsmæður hans Alda Thoroddsen, Fanney Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Emilía Ósk Guðjónsdóttir og Hjördís Gréta Gunnarsdóttir. Kona hans Jonna Nielsen. Sambúðarkona hans Dóra Aradóttir.
3. Guðbjörg Pálsdóttir sjúkraliði, f. 20. júlí 1937 á Herðubreið. Fyrrum maður hennar Sturla Friðrik Þorgeirsson.
4. Arndís Pálsdóttir húsfreyja, fiskiðnaðarkona, f. 29. september 1938 á Herðubreið, d. 20. apríl 2009. Maður hennar Georg Stanley Aðalsteinsson, látinn.
5. Þorbjörn Þórðarson Pálsson framkvæmdastjóri, löggiltur fasteignasali, f. 3. maí 1951. Kona hans Ester Jóhanna Antonsdóttir.

Þorbjörn var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk námi í Verslunarskóla Íslands 1970, nam eitt ár við Pitman School of Buisness á Englandi 1971, síðan við Norges Export School í Ósló. Hann lærði til löggildingar í fasteignasölu við Háskóla Íslands og lauk námi 2006.
Þorbjörn rak fasteignasöluna ,,Allt fasteignir“ frá 2009 uns hann seldi hana syni sínum árið 2020. Hann hélt þó eftir þeim hluta, er hann nefnir ,,Sólareignir“ og vinnur við þær.
Hann og Ester ráku verslunina ,,Stefánsblóm“ í Reykjavík frá 1995.
Þau Ester Jóhanna giftu sig 1977, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Dverghamri 26, síðar í Reykjavík.

I. Kona Þorbjörns, (23. júlí 1977), er Ester Jóhanna Antonsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, kaupmaður, f. 22. desember 1949.
Barn þeirra:
1. Páll Þorbjörnsson fiskeldisfræðingur, löggiltur fasteignasali, f. 22. júní 1979. Fyrrum sambúðarkona hans Sæunn Tegeder Þorsteinsdóttir. Kona hans Jenný Rut Guðjónsdóttir.
Börn Esterar úr fyrra sambandi og fósturbörn Þorbjörns:
2. Alda Gunnarsdóttir viðskiptafræðingur, f. 14. ágúst 1970. Maður hennar Karl Pálsson Helgasonar.
3. Thelma Gunnarsdóttir sálfræðingur í Eyjum, f. 25. mars 1975. Maður hennar Sveinn Magnússon.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1979.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Þjóðskrá 1986.
  • Ester og Þorbjörn.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.