Guðbjörg Pálsdóttir (Herðubreið)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðbjörg Pálsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, sjúkraliði fæddist 20. júlí 1937 á Herðubreið við Heimagötu 28.
Foreldrar hennar voru Páll Þorbjörnsson kaupfélagsstjóri, alþingismaður, skipstjóri,forstjóri, kaupmaður, f. 7. október 1906, d. 20. febrúar 1975, og kona hans Bjarnheiður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 7. nóvember 1919, d. 10. ágúst 1976.

Börn Bjarnheiðar og Páls:
1. Guðrún Pálsdóttir sjúkraliði, f. 23. september 1933 á Brekku, d. 25. ágúst 2013. Maður hennar Þröstur Sigtryggsson, látinn.
2. Hrafn Pálsson sjómaður stýrimaður, f. 10. mars 1935 í Þingholti, d. 22. maí 1986. Barnsmæður hans Alda Thoroddsen, Fanney Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Emilía Ósk Guðjónsdóttir og Hjördís Gréta Gunnarsdóttir. Kona hans Johanna Nielsen. Sambúðarkona hans Dóra Aradóttir.
3. Guðbjörg Pálsdóttir sjúkraliði, f. 20. júlí 1937 á Herðubreið. Fyrrum maður hennar Sturla Friðrik Þorgeirsson.
4. Arndís Pálsdóttir húsfreyja, fiskiðnaðarkona, f. 29. september 1938 á Herðubreið, d. 20. apríl 2009. Maður hennar Georg Stanley Aðalsteinsson, látinn.
5. Þorbjörn Þórðarson Pálsson framkvæmdastjóri, löggiltur fasteignasali, f. 3. maí 1951. Kona hans Ester Jóhanna Antonsdóttir.

Guðbjörg var með foreldrum sínum.
Hún varð gagnfræðingur í Skógaskóla 1953, stundaði nám í tungumálum, bókfærslu og vélritun í Námsflokkum Reykjavíkur, lauk námi í sjúkraliðun í Sjúkraliðaskóla Íslands 1977. Námskeið: Svæðanudd, lyfhrifafræði, frásog lyfja og dreifing, kvíði og kvíðasjúkdómar.
Guðbjörg var sjúkraliði á Reykjalundi 1978-1979 og 1994-1996, á Hornbrekku í Ólafsfirði 1994 og Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 1995 og í Arnarholti um skeið.
Guðbjörg var verslunarmaður, kaupmaður í Mosfellsbæ 1979-1994.
Þau Sturla giftu sig 1956, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu við Helgafellsbraut 18, síðar á Suðuvegi 12. Þau skildu.
Hún bjó í Reykjavík í rúm 20 ár, dvelur nú í Foldabæ.

I. Maður Guðbjargar, (19. maí 1956, skildu), var Sturla Friðrik Þorgeirsson verslunarmaður, húsgagnasmiður, f. 25. nóvember 1933 í Kaupangi við Vestmannabraut 31, d. 23. mars 2016.
Börn þeirra:
1. Páll Sturluson sölustjóri, sviðsstjóri, f. 2. mars 1956. Kona hans Anna Rós Jóhannsdóttir.
2. Jóhann Pétur Sturluson M.Sc-viðskiptafræðingur, fjármálastjóri, rak bókhaldsstofu, býr nú í Eyjum, f. 6. maí 1958. Barnsmóðir hans Stella Marie Mahaney.
3. Lára Kristín Sturludóttir stjórnsýslufræðingur, hefur fengist við ritstörf, f. 11. nóvember 1962. Maður hennar Trausti Pálsson.
4. Heiða Björk Sturludóttir sagnfræðingur, framhaldsskólakennari, fararstjóri, jógakennari, f. 24. maí 1967. Barnsfaðir hennar Guðmundur Erlingsson. Maður hennar Þröstur Sverrisson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sjúkraliðar á Íslandi 1966-1996. Ritstjóri: Sigurður Hermundarson. Mál og mynd 1997.
  • Ættingjar.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.