Þorsteinn Þorvaldsson (Stóra-Gerði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þorsteinn Þorvaldsson vinnumaður, síðar bóndi í Berufirði fæddist 13. október 1810 á Syðri-Velli í Gaulverjabæjarhreppi og lést 8. janúar 1883 á Núpi í Berufirði.
Foreldrar hans voru Þorvaldur Jónsson bóndi á Syðri-Velli, skírður 15. mars 1774, d. 9. júní 1854, og kona hans Ingibjörg Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 30. júlí 1787, d. 5. október 1851.

Þorsteinn var með foreldrum sínum í Vesturhjáleigu í Gaulverjabæjarsókn 1818. Hann kvæntist Unu Brynjólfsdóttur, þá ekkju á Syðri-Rauðalæk í Holtahreppi 1832 og bjó þar, en hjónin skildu barnlaus 1834.
Þorsteinn var vinnumaður í Litlu-Tungu í Holtahreppi 1835.
Hann fluttist til Eyja úr Fljótshlíð 1836, var vinnumaður í Godthaab 1837, í Sjólyst 1838 og 1839, er Ingiríður lýsti hann föður að Þuríði í Stóra-Gerði. Hann var í Stóra-Gerði 1840, í Nýjabæ 1841, er hann fór að Forsæti í Landeyjum. Þar var hann vinnumaður 1846.
Þorsteinn var vinnumaður hjá Steinunni Halldórsdóttur húsfreyju í Karlsstaðahjáleigu í Berufirði 1850, en hún var þá ekkja eftir Þórð Árnason bónda. Þau giftust á því ári, en misstu Þórð son sinn nýfæddan skömmu síðar. Hann var bóndi á Karlsstöðum þar 1855 með Steinunni, Sigurði Þórðarsyni barni hennar og Sigurbjörgu dóttur þeirra.
Ingibjörg fæddist þeim 1856 og Sigríður 1859, en hana misstu þau á 3. árinu 1862.
Þau Steinunn brugðu búi 1865 og voru síðan lengi í húsmennsku í Karlsstaðahjáleigu.
Þorsteinn lést 1883 á Núpi í Berufirði og Steinunn 1891.

I. Kona Þorsteins, (2. desember 1832, skildu), var Una Brynjólfsdóttir húsfreyja, þá ekkja eftir Þorvarð Jónsson bónda á Syðri-Rauðalæk; hún f. 1787 í Skipagerði í V-Landeyjum, d. 21. mars 1866 á Kolbeinsstöðum á Miðnesi. Foreldrar hennar voru Brynjólfur Guðmundsson bóndi í Skipagerði og síðari kona hans Sigríður Ögmundsdóttir prests Högnasonar, húsfreyja.
Þau voru barnlaus, en stjúpbarn Þorsteins, barn Unu frá fyrra hjónabandi, var:
1. Þorvarður Þorvarðarson bóndi á Kolbeinsstöðum á Miðnesi, f. 1824, d. 1860.

II. Barnsmóðir hans var Ingiríður Björnsdóttir í Stóra-Gerði, síðar húsfreyja þar, f. 9. september 1818, d. 4. júlí 1870, kona Runólfs Magnússonar bónda.
Barnið þeirra var
2. Þuríður Þorsteinsdóttir (Ingiríðardóttir í pr.þj.b.), f. 6. febrúar 1839, d. 13. febrúar 1839 úr ginklofa.

III. Barnsmóðir hans var Elín Magnúsdóttir vinnukona í Bár í Flóa, f. 8. október 1810, d. 10. maí 1879.
Barn þeirra var
3. Þorsteinn Þorsteinsson, f. 7. september 1843, d. 15. september 1843.

IV. Barnsmóðir Þorsteins var Ingveldur Jónsdóttir vinnukona á Hrútafelli u. Eyjafjöllum, f. 25. september 1808, d. 2. febrúar 1870. Hún var dóttir sr. Jóns Jónssonar prests í Miðmörk og fyrri konu hans Ingveldar Sveinsdóttur húsfreyju.
Barn þeirra var
2. Þorsteinn Þorsteinsson bóndi á Hrútafelli, f. 3. nóvember 1844, d. 15. júní 1927.

V. Barnsmóðir hans var Rannveig Snjólfsdóttir vinnukona í Forsæti í V-Landeyjum, f. 21. júlí 1820, d. 13. ágúst 1860. Foreldrar hennar voru Snjólfur Þorgeirsson bóndi í Gamlabæ í Meðallandi og síðari kona hans Gróa Jónsdóttir húsfreyja.
Börn þeirra voru:
3. Rannveig, f. 26. júní 1847, d. 29. september 1847.
4. Snjólfur Þorsteinsson vinnumaður í Görðum við Kirkjubæ, f. 26. júní 1847. Snjólfur fórst með Blíð í Útilegunni miklu við Bjarnarey 1869.

VI. Síðari kona Þorsteins, (11. ágúst 1850), var Steinunn Halldórsdóttir húsfreyja, þá ekkja í Karlsstaðahjáleigu í Berufirði, skírð 24. júní 1814, d. 10. júlí 1891. Foreldrar hennar voru Halldór Gíslason bóndi á Höskuldsstöðum í Breiðdal, og síðari kona hans Sigríður Gísladóttir húsfreyja.
Börn þeirra:
5. Þórður Þorsteinsson, f. 2. september 1850, d. 3. september 1850.
6. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir vinnukona í Viðfirði, f. 27. ágúst 1851, d. 6. febrúar 1894.
7. Ingibjörg Þorsteinsdóttir húsfreyja á Þuríðarstöðum í Fljótsdal, f. 10. júní 1856, d. 29. júlí 1886.
8. Sigríður Þorsteinsdóttir, f. 14. október 1859, d. 28. febrúar 1862.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Holtamannabók III –Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.