Þorsteinn Jónsson (Kastala)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þorsteinn Jónsson sjómaður í Kastala fæddist 27. júlí 1833 og fórst með þilskipinu Hansínu í mars 1863.
Faðir hans var Jón bóndi þá í Gularáshjáleigu í A-Landeyjum, f. í Stóru-Hildisey, skírður 23. maí 1798, d. 24. september 1876 þar, Sigurðsson bónda á Voðmúastöðum þar, f. 1770 í Stóru-Hildisey, d. 16. ágúst 1829 í Gularáshjáleigu, Árnasonar bónda í Stóru-Hildisey, f. 1725, d. 13. apríl 1785, Jónssonar, og konu Árna, Hólmfríðar húsfreyju, f. 1729, d. 27. mars 1802, Sigmundsdóttur.
Móðir Jóns í Gularáshjáleigu og kona Sigurðar á Voðmúlastöðum var Margrét húsfreyja, f. 1759 í Skipagerði í V-Landeyjum, d. 7. apríl 1842, Jónsdóttir.

Móðir Þorsteins í Kastala og fyrri kona Jóns í Gularáshjáleigu var Þorbjörg húsfreyja, f. 8. mars 1789 á Kanastöðum í A-Landeyjum, d. 27. júní 1837 á Efri-Úlfsstöðum, Guðmundsdóttir bónda á Bryggjum og víðar í A-Landeyjum, en síðast á Kirkjubæ í Eyjum, f. 1765, d. 3. febrúar 1820, Ólafssonar bónda í Hallgeirsey, f. 1727, Ólafssonar, og konu Ólafs í Hallgeirsey, Ingunnar húsfreyju, f. 1733, Gunnarsdóttur.
Móðir Þorbjargar og fyrri kona Guðmundar á Kanastöðum var Ingibjörg húsfreyja, f. 1763 í Eyjum, d. 19. maí 1810, Jónsdóttir.

Bróðir Þorsteins var Sigurður Jónsson bóndi í Túni, f. 14. mars 1825, d. í mars 1863 með Þorsteini.
Móðursystkini Þorsteins Jónssonar, sem bjuggu í Eyjum voru:
1. Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja í Steinshúsi, f. 1786, d. 16. febrúar 1829.
2. Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja í Dölum, f. 1787, d. 14. nóvember 1848.
3. Ingveldur Guðmundsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ, f. 11. október 1791, d. 30. júní 1841.
4. Ólafur Guðmundsson bóndi og smiður á Kirkjubæ, f. 17. janúar 1798, d. 14. júlí 1869.
5. Hálfbróðir þeirra, samfeðra, var Jón Guðmundsson, f. 11. október 1794, d. 23. október 1794. Móðir hans var Málfríður Jónsdóttir, þá vinnukona í Kornhól, f. 1773.

Þorsteinn var með föður sínum og stjúpu á Nyrðri-Úlfsstöðum 1840 og 1845.
Þorsteinn fluttist til Eyja 1849. Við skráningu 1850 var hann 17 ára vinnupiltur hjá mæðgunum og ekkjunum á Oddsstöðum, þeim Bóel Jensdóttur og Arnfríði Jónsdóttur.
Þau Sólrún giftu sig 20. nóvember 1856, hún skráð barnlaus ekkja. Hún dó af barnsförum í febrúar 1857.
Hann var 24 ára ekkill, er hann fluttist til Eyja 1857 frá Úlfsstaðahjáleigu í A-Landeyjum og var 27 ára ekkill í Kastala 1860.
Hann gerði Guðrúnu í Kastala barn, sem fæddist 1862. Það var Steinunn, sem fór til Vesturheims 1886.
Þorsteinn fórst með þilskipinu Hansínu 1863. Það lagði upp í veiðiför 20. mars 1863 og hvarf.
Þeir, sem fórust með Hansínu, voru:
1. Sæmundur Ólafsson skipstjóri, f. 24. desember 1831.
2. Þorsteinn Jónsson í Kastala, f. 27. júlí 1833.
3. Sigurður Jónsson í Stóra-Gerði, f. 14. mars 1825, bróðir Þorsteins í Kastala.
4. Sigurður Sigurðsson, f. 17. mars 1852, 11 ára, sonur Sigurðar í Stóra-Gerði.
5. Magnús Diðriksson í Görðum við Kirkjubæ, f. 1. apríl 1837.
6. Jón Þórðarson frá Löndum, f. 1833.
7. Hreinn Jónsson í Brandshúsi, f. 28. nóvember 1821.

I. Kona Þorsteins var Sólrún Gottskálksdóttir húsfreyja frá Stóru-Hildisey í A-Landeyjum, f. 3. apríl 1832, d. 2. febrúar 1857.

II. Barnsmóðir Þorsteins var Guðrún Jónsdóttir, þá í Kastala, ekkja eftir Hjálmar Filippusson.
Barnið var
Steinunn Þorsteinsdóttir, f. 22. september 1862, d. 7. febrúar 1927. Fór til Vesturheims 1886.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.