Þuríður Erasmusdóttir (Gvendarhúsi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þuríður Erasmusdóttir húsfreyja í Gvendarhúsi fæddist 1791 á Kirkjulæk í Fljótshlíð og lést 25. febrúar 1866 í Gvendarhúsi.

Faðir Þuríðar var Erasmus bóndi á Kirkjulæk, f. 1750, d. 29. jan. 1828, Eyjólfsson bónda í Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum 1762, f. 1693, d. 1767, Jónssonar bónda í Hörglandskoti á Síðu, f. (1660), d. fyrir mt 1703, Skúlasonar, og konu Jóns Skúlasonar, Guðnýjar húsfreyju, f. 1661, Arnbjarnardóttur.
Móðir Erasmusar á Kirkjulæk og síðari kona Eyjólfs í Stóru-Mörk var Helga húsfreyja, f. 1719, d. 4. febrúar 1804, Eyjólfsdóttir bónda á Flókastöðum í Fljótshlíð og Uppsölum í Hvolhreppi, f. 1689, d. 1762, Þorsteinssonar.

Móðir Þuríðar Erasmusdóttur var Katrín húsfreyja, f. 1766, d. 21. júní 1834, Ásgeirsdóttir, bónda Kirkjulæk, f. 1732, d. 18. september 1805, Jónssonar Magnússonar, og konu Jóns Magnússonar, Þuríðar húsfreyju, f. 1706, d. 27. október 1785, Gísladóttur bónda og lögréttumanns í Stóru-Mörk, Þorlákssonar.
Móðir Katrínar á Kirkjulæk og kona Ásgeirs var Margrét húsfreyja á Kirkjulæk 1801, f. 1737, Sigurðardóttir.

Þuríður var systir
1. Ingibjargar Erasmusdóttur húsfreyju i Ömpuhjalli og á Kirkjubæ,
2. Guðnýjar Erasmusdóttur í Hallbergshúsi og Ömpuhjalli.
3. Höllu Erasmusdóttur vinnukonu.
4. Bróðir þeirra var Eyjólfur Erasmusson bóndi á Vesturhúsum.

Þuríður var með fjölskyldu sinni á Kirkjulæk 1801, var vinnukona á Kanastöðum í A-Landeyjum 1816.
Hún var vinnukona í Gerði 1818, er þau Magnús giftust. Þau voru húsmennskufólk í Þorlaugargerði 1820, hann 26 ára og hún 28 ára, en 1821 voru þau komin að Gvendarhúsi og þar var Eyjólfur bróðir hennar hjá þeim, 14 ára, og síðan til tvítugs. Hjá þeim var Margrét Gísladóttir 9 ára 1831, tökubarn, og enn 1834.
Eftir lát Magnúsar 1834 var Þuríður bústýra í Gvendarhúsi hjá Jóni Símonarsyni húsbónda 24 ára. Við skráningu 1835 var Jón sonur hans kominn til þeirra, tveggja ára.
Þau Jón og Þuríður giftust og bjuggu þar síðan.

Þuríður var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (22. nóvember 1818), var Magnús Gíslason, þá vinnumaður á Gjábakka, síðar bóndi og sjómaður í Gvendarhúsi, f. 15. ágúst 1795, drukknaði 5. mars 1834.
Barn þeirra var
1. Andvana fædd stúlka 15. júní 1829.

II. Síðari maður Þuríðar, (7. janúar 1835), var Jón Símonarson bóndi í Gvendarhúsi, f. 8. október 1810, d. 8. september 1861.
2. Sonur Jóns og fóstursonur hennar var Jón Jónsson (Jón í Gvendarhúsi), bóndi þar, f. 30. október 1833, d. 13. júní 1919.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.