Eyjólfur Erasmusson (Vesturhúsum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Eyjólfur Erasmusson bóndi og hreppstjóri á Vesturhúsum fæddist á Grjótá Fljótshlíð 1807.
Faðir Eyjólfs var Erasmus bóndi á Kirkjulæk í Fljótshlíð 1801, Grjótá þar 1816, f. 1750, d. 29. jan. 1828, Eyjólfsson bónda í Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum 1762, var í Maríubakkahjáleigu á Síðu 1703, f. 1693, d. 1767, Jónssonar bónda í Hörglandskoti á Síðu, (1660), d. fyrir manntal 1703, Skúlasonar, og konu Jóns Skúlasonar, Guðnýjar húsfreyju, ekkju í Maríubakkahjáleigu 1703, f. 1661, Arnbjarnardóttur.
Móðir Erasmusar á Kirkjulæk og síðari kona Eyjólfs í Stóru-Mörk var Helga húsfreyja á Kirkjulæk 1801, f. 1719, d. 4. febrúar 1804, Eyjólfsdóttir bónda á Flókastöðum í Fljótshlíð og Uppsölum í Hvolhreppi 1729, f. 1689, d. 29. nóvember 1762, Þorsteinssonar, og konu Eyjólfs Þorsteinssonar, Helgu húsfreyju, f. 1685, d. 12. febrúar 1758, Bjarnhéðinsdóttur.
Móðir Eyjólfs Erasmussonar og kona Erasmusar á Kirkjulæk var Katrín húsfreyja, f. 1766, d. 21. júní 1834, Ásgeirsdóttir bónda á Kirkjulæk, f. 1732, d. 18. september 1805, Jónssonar bónda í Stóru-Mörk 1729, f. 1690, Magnússonar, og konu Jóns Magnússonar, Þuríðar húsfreyju í Stóru-Mörk 1729, f. 1706, d. 27. október 1785, Gísladóttur bónda og lögréttumanns í Stóru-Mörk, Þorlákssonar og seinni konu Gísla, Ingveldar Einarsdóttur.
Móðir Katrínar og kona Ásgeirs á Kirkjulæk var Margrét húsfreyja, f. 1737, d. 16. júní 1807, Sigurðardóttir bónda á Kirkjulæk, á lífi 1753, Jónssonar og konu Sigurðar, Valgerðar húsfreyju, f. 1711, á lífi 1762, Sveinsdóttur.

Eyjólfur Erasmusson var bróðir:
1. Ingibjargar Erasmusdóttur húsfreyju á Kirkjubæ, f. 1790.
2. Þuríðar í Gvendarhúsi.
3. Guðnýjar í Ömpuhjalli.

Eyjólfur var hjá foreldrum sínum á Grjótá í Fljótshlíð 1816, var bóndi á Vesturhúsum 1845, 1850 og 1860, ekkill hjá Katrínu dóttur sinni á Vesturhúsum 1870.
Hann virðist hafa notið sérstaks velvilja hjá Brydefeðgum. Sagt er, að Bryde hafi fært honum brennivínstunnu, er hann koma frá Kaupmannahöfn á vorin.

Kona Eyjólfs Erasmussonar var Valgerður Jónsdóttir húsfreyja, f. 9. ágúst 1805, d. 17. júní 1870.

Börn Eyjólfs og Valgerðar hér:
1. Katrín Eyjólfsdóttir húsfreyja á Vesturhúsum, f. 28. júní 1834, d. 2. apríl 1915.
Fósturbarn 1850 og 1855 var
2. Kristín Eiríksdóttir húsfreyja, f. 3. desember 1842 í Lágu-Kotey í Meðallandi, d. 10. október 1934 í Spanish Fork í Utah.
Fósturbarn þeirra Eyjólfs 1860 var
3. Eyjólfur Eiríksson, 7 ára. Hann var sonur Eiríks Eiríkssonar og Katrínar Hafliðadóttur vinnukonu í Nýjabæ u. Eyjafjöllum, - barn fyrir hjónaband hans. Eyjólfur fór til Utah 1883.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.