Anna Guðmundsdóttir (Ofanleiti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Anna Guðmundsdóttir húsfreyja að Ofanleiti.

Anna Guðmundsdóttir húsfreyja og prestskona að Ofanleiti fæddist 9. júní 1848 að Litla-Dunhaga í Eyjafirði og lést 2. desember 1919.
Faðir hennar var Guðmundur Johnsen prestur og prófastur, síðast prestur að Arnarbæli í Ölfusi, f. 20. ágúst 1812 að Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi, drukknaði í Ölfusá 28. febrúar 1873, Einarsson Johnsen stúdents og kaupmanns í Reykjavík, f. 1775, d. 10. ágúst 1839, Jóns prests Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð (af Ásgarðsætt), f. í október 1740, d. 21. september 1821, og fyrstu konu sr. Jóns, Ingibjargar húsfreyju, d. 1799, Ólafsdóttur lögsagnara á Eyri í Seyðisfirði við Djúp, Jónssonar.
Móðir Guðmundar Johnsen og kona Einars kaupmanns var Ingveldur húsfreyja, f. 14. júní 1776, d. 22. apríl 1837, Jafetsdóttir yfirlóskera í verksmiðjunum í Rvk. og gullsmiðs, f. 1732, d. 11. febrúar 1791, Illugasonar prests að Ofanleiti, og konu Jafets, Þorbjargar húsfreyju, húskonu í Skildinganesi 1801, f. 1740, d. 21. mars 1809, Eiríksdóttur.
Móðir Önnu Guðmundsdóttur var Guðrún Hjaltested húsfreyja, f. 7. júlí 1825, d. 7. mars 1916, Pétursdóttir (Georgs Péturs Hjaltested) bónda á Leysingjastöðum í Þingi, Helgastöðum í Vatnsdal, Stóru-Borg og Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, f. 20. nóvember 1798, d. 20. júní 1846, Einarssonar verslunarstjóra á Akureyri, f. 1769, drukknaði á útsiglingu fyrir Ströndum 1802, Ásmundssonar Hjaltested, og konu Einars verslunarstjóra, Guðrúnar húsfreyju, f. 21. febrúar 1771, d. 14. júlí 1843, Runólfsdóttur á Syðri-Flankastöðum og Sandgerði, Runólfssonar.
Móðir Guðrúnar Hjaltested og kona Péturs Hjaltested var Guðríður Hjaltested húsfreyja og ljósmóðir, f. 22. apríl 1802, d. 28. apríl 1864, Magnúsdóttir prests, síðast að Steinnesi í Þingeyrarklaustursprestakalli, f. 10. janúar 1772, d. 26. apríl 1838, Árnasonar biskups Þórarinssonar, og konu Magnúsar í Steinnesi, Önnu húsfreyju, f. 23. febrúar 1774, d. 9. janúar 1858, Þorsteinsdóttur prests í Stærri-Árskógi, Hallgrímssonar.

Anna var 13 ára með foreldrum sínum að Arnarbæli í Ölfusi 1860. Hún var prestskona að Felli í Mýrdal 1874-1882, í Miklaholti á Snæfellsnesi 1882-1886, í Kálfholti í Holtum 1886-1889 og að Ofanleiti 1889 til dd.
Hún ól 15 börn og missti 5 þeirra á fyrsta ári.

ctr

Maður hennar, 11. júlí 1874, var sr. Oddgeir Þórðarson Guðmundsen prestur, síðast að Ofanleiti, f. 11. ágúst 1849, d. 2. janúar 1924.

Börn Önnu og Oddgeirs voru:
1. Guðmundur Oddgeirsson, f. 28. maí 1876 að Felli í Mýrdal, d. 5. nóvember 1920. Stórkaupmaður í Kaupmannahöfn, kvæntur danskri konu.
2. Jóhanna Andrea Oddgeirsdóttir húsfreyja, f. 26. maí 1877 að Felli í Mýrdal, d. 17. nóvember 1906. Hún var miðkona Magnúsar Jónssonar sýslumanns, síðar bæjarfógeta í Hafnarfirði.
3. Guðrún Sigríður Oddgeirsdóttir húsfreyja, f. 11. júní 1878 að Felli í Mýrdal, d. 3. maí 1968. Hún var þriðja kona Magnúsar Jónssonar sýslumanns, síðar bæjarfógeta í Hafnarfirði.
4. Margrét Andrea Oddgeirsdóttir húsfreyja í Winnipeg, f. 25. september 1879 að Felli í Mýrdal, d. 6. mars 1966 í Californíu. Maður hennar var Skúli Gissurarson Barneson bakarameistari.
5. Þórður Oddgeirsson, f. 19. september 1880 að Felli í Mýrdal, d. 28. september 1880.
6. Þórður Oddgeirsson, f. 11. nóvember 1881 að Felli í Mýrdal, d. 13. júlí 1882.
7. Jóhannes Oddgeirsson, f. 16. júlí 1882 að Miklaholti, d. 16. júlí 1882.
8. Þórður Oddgeirsson yngsti, prestur og prófastur á Sauðanesi í N-Þing., f. 1. september 1883 í Miklaholti, d. 3. ágúst 1966. Hann var fyrr kvæntur Þóru Ragnheiði Þórðardóttur, síðar Ólafíu Sigríði Árnadóttur.
9. Guðlaug Oddgeirsdóttir verkakona, f. 20. janúar 1885 í Miklaholti, d. 21. desember 1966.
10. Björn Oddgeirsson, tvíburi, verkamaður í Winnipeg, f. 18. mars 1886 í Miklaholti, d. 9. janúar 1983, ókvæntur.
11. Haraldur Oddgeirsson, tvíburi, f. 18. mars 1886 í Miklaholti, d. 30. júlí 1886.
12. Páll Oddgeirsson kaupmaður og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, f. 5. júní 1888 í Kálfholti í Holtum, Rang., d. 24. júní 1871. Kona hans var Matthildur Ísleifsdóttir.
13. Ingibjörg Oddgeirsdóttir, f. 17. ágúst 1889 í Kálfholti í Holtum, d. 1. júní 1890.
14. Auróra Ingibjörg Oddgeirsdóttir húsfreyja, f. 25. september 1890 að Ofanleiti, d. 15. febrúar 1945. Maður hennar var Þorvaldur Guðjónsson formaður. Þau skildu.
15. Sigurður Oddgeirsson vélstjóri og verkamaður í Reykjavík, f. 24. apríl 1892 að Ofanleiti, d. 1. júní 1963. Kona hans var Ágústa Þorgerður Högnadóttir


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Manntöl.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.