Guðlaug Oddgeirsdóttir (Ofanleiti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðlaug Oddgeirsdóttir.

Guðlaug Oddgeirsdóttir frá Ofanleiti fæddist 20. janúar 1885 og lést 21. desember 1966.
Foreldrar hennar voru sr. Oddgeir Þórðarson Guðmundsen prestur að Ofanleiti, f. 11. ágúst 1849, d. 2. janúar 1924, og kona hans Anna Guðmundsdóttir húsfreyja að Ofanleiti, f. 9. júní 1848, d. 2. desember 1919.

Börn Oddgeirs og Önnu voru:
1. Guðmundur Oddgeirsson, f. 28. maí 1876 að Felli í Mýrdal, d. 5. nóvember 1920. Stórkaupmaður í Kaupmannahöfn, kvæntur danskri konu.
2. Jóhanna Andrea Oddgeirsdóttir húsfreyja, f. 26. maí 1877 að Felli í Mýrdal, d. 17. nóvember 1906. Hún var miðkona Magnúsar Jónssonar sýslumanns, síðar bæjarfógeta í Hafnarfirði.
3. Guðrún Sigríður Oddgeirsdóttir húsfreyja, f. 11. júní 1878 að Felli í Mýrdal, d. 3. maí 1968. Hún var þriðja kona Magnúsar Jónssonar sýslumanns, síðar bæjarfógeta í Hafnarfirði.
4. Margrét Andrea Oddgeirsdóttir húsfreyja í Winnipeg, f. 25. september 1879 að Felli í Mýrdal, d. 6. mars 1966 í Californíu. Maður hennar var Skúli Gissurarson Barneson bakarameistari.
5. Þórður Oddgeirsson, f. 19. september 1880 að Felli í Mýrdal, d. 28. september 1880.
6. Þórður Oddgeirsson, f. 11. nóvember 1881 að Felli í Mýrdal, d. 13. júlí 1882.
7. Jóhannes Oddgeirsson, f. 16. júlí 1882 að Miklaholti, d. 16. júlí 1882.
8. Þórður Oddgeirsson yngsti, prestur og prófastur á Sauðanesi í N-Þing., f. 1. september 1883 í Miklaholti, d. 3. ágúst 1966. Hann var fyrr kvæntur Þóru Ragnheiði Þórðardóttur, síðar Ólafíu Sigríði Árnadóttur.
9. Guðlaug Oddgeirsdóttir verkakona, f. 20. janúar 1885 í Miklaholti, d. 21. desember 1966.
10. Björn Oddgeirsson, tvíburi, verkamaður í Winnipeg, f. 18. mars 1886 í Miklaholti, d. 9. janúar 1983, ókvæntur.
11. Haraldur Oddgeirsson, tvíburi, f. 18. mars 1886 í Miklaholti, d. 30. júlí 1886.
12. Páll Oddgeirsson kaupmaður og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, f. 5. júní 1888 í Kálfholti í Holtum, Rang., d. 24. júní 1871. Kona hans var Matthildur Ísleifsdóttir.
13. Ingibjörg Oddgeirsdóttir, f. 17. ágúst 1889 í Kálfholti í Holtum, d. 1. júní 1890.
14. Auróra Ingibjörg Oddgeirsdóttir húsfreyja, f. 25. september 1890 að Ofanleiti, d. 15. febrúar 1945. Maður hennar var Þorvaldur Guðjónsson formaður. Þau skildu.
15. Sigurður Oddgeirsson vélstjóri og verkamaður í Reykjavík, f. 24. apríl 1892 að Ofanleiti, d. 1. júní 1963. Kona hans var Ágústa Þorgerður Högnadóttir

Guðlaug var vinnukona í Reykjavík 1910, bústýra hjá föður sínum á Ofanleiti 1920 eftir lát móður sinnar, saumakona í Reykjavík 1930, skráð verkakona í Eyjum um skeið. Hún bjó síðast í Reykjavík.

Guðlaug giftist ekki, en átti tvö börn.
I. Barnsfaðir hennar var Lárus J. Johnsen.
Barnið var
1. Haukur Lárusson Johnsen, f. 17. nóvember 1914, d. 17. maí 1957.

II. Barnsfaðir hennar var Þórarinn Böðvar (Þórarinsson) Guðmundsson verslunarmaður og ritstjóri frá Seyðisfirði.
Barn þeirra var
2. Svavar Þórarinsson rafvirki frá Suðurgarði, f. 3. júní 1915, d. 14. apríl 1951.


Heimildir