Anton Erlendsson (Mörk)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Anton Erlendsson.

Anton Erlendsson frá Mörk, verkamaður, húsvörður, skrifstofumaður, eigandi ljósprentstofu fæddist 25. júní 1921 í Mörk og lést 1. september 2017 á Hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Erlendur Árnason sjómaður, vélstjóri, f. 24. janúar 1895, drukknaði við Hringskersgarðinn 16. febrúar 1923 ásamt fjórum öðrum skipverjum, er vélbáturinn Njáll fórst þar, og kona hans Magnea Áslaug Sigurðardóttir frá Leirubakka í Landsveit, húsfreyja, f. 3. nóvember 1890, d. 25. mars 1953.

Börn Magneu Áslaugar og Erlendar:
1. Guðni Sigurður Erlendsson, f. 9. janúar 1918 á Norðfirði, d. 11. nóvember 1983.
2. Steingrímur Erlendsson bifvélavirki, bifreiðastjóri, f. 1. mars 1919 á Nýlendu, d. 25. janúar 1991.
3. Kristinn Gunnlaugur Erlendsson rafsuðumaður í Reykjavík, f. 22. mars 1920 á Nýlendu, d. 23. febrúar 1947.
4. Anton Erlendsson, f. 25. júní 1921 í Mörk, d. 1. september 2017.
5. Erlendur Árnason Erlendsson, f. 21. september 1922, d. 1948.

Anton var með foreldrum sínum í Mörk, en missti föður sinn á öðru ári sínu. Hann var með móður sinni í Eyjum til 7 ára aldurs, flutti með henni og bræðrum sínum að Elliðavatni, þar sem hún var ráðskona um skeið, flutti síðan með henni til Reykjavíkur.
Anton vann ungur hjá Málningarverksmiðjunni Hörpu, hjá J. Þorláksson & Normann, varð síðar húsvörður í Ráðherrabústaðnum og vann skrifstofustörf hjá Reykjavíkurborg.
Hann stofnaði Nýju ljósprentastofuna 1960 og rak hana framundir sjötugt. Þá hóf hann störf hjá Pósti & síma og vann þar í fjögur ár.
Þau Auðbjörg giftu sig 1947, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Þuríður Unnur giftu sig 1960, eignuðust tvö börn.
Anton bjó lengst á Flókagötu 61, Stóragerði 15, Suðurlandsbraut 62 og síðustu níu mánuði sína á hjúkrunarheimilinu Mörk við Suðurlandsbraut 66.
Hann lést 2017.

Anton var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (1947, skildu), var Auðbjörg Björnsdóttir húsfreyja, f. 5. apríl 1923, d. 19. júní 2006. Foreldrar hennar voru Björn Jónsson skipstjóri, f. 6. júlí 1880, d. 9. ágúst 1946, og kona hans Anna Pálsdóttir húsfreyja, f. 17. september 1888, d. 6. desember 1961.
Börn þeirra:
1. Björn Antonsson flugvirki, f. 8. nóvember 1947. Kona hans Helga Jakobsdóttir.
2. Magnea Antonsdóttir kennari, f. 13. desember 1951. Maður hennar Sigurður Einar R. Lyngdal, látinn.

II. Síðari kona Antons, (12. desember 1960), var Þuríður Unnur Björnsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 22. febrúar 1930, d. 13. janúar 2020.
Börn þeirra:
3. Birna Antonsdóttir, f. 26. maí 1963. Maður hennar Sveinbjörn Brandsson.
4. Haki Þór Antonsson, f. 12. ágúst 1970. Kona hans Julie Kerr.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.