Erlendur Árnason (vélstjóri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Erlendur Árnason.

Erlendur Árnason frá Borgum í Norðfirði, vélstjóri fæddist þar 24. janúar 1895 og drukknaði 16. febrúar 1923.
Foreldrar hans voru Árni Finnbogason bóndi og smiður á Borgum, f. 28. febrúar 1857, d. 27. júní 1921, og kona hans Guðlaug Torfadóttir frá Skuggahlíð í Norðfirði, húsfreyja, f. 7. júlí 1863, d. 18. janúar 1932.

Börn Guðlaugar og Árna hér talin:
1. Valdimar Árnason sjómaður, skipstjóri, vélstjóri, verkamaður, f. 13. júlí 1885, d. 4. ágúst 1965.
2. Karl Árnason fyrri maður Vigdísar Hjartardóttur, f. 13. október 1888, d. 22. janúar 1922. Þau voru foreldrar Kristínar konu Arnmundar Óskars Þorbjörnssonar netagerðarmanns frá Reynifelli.
3. Sigfinnur Árnason sjómaður á Hnausum, f. 10. maí 1890, drukknaði 2. ágúst 1913.
4. Erlendur Árnason sjómaður, vélstjóri, f. 24. janúar 1895, drukknaði 16. febrúar 1923.

Erlendur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði vélstjórn.
Erlendur stundaði sjómennsku á útvegi Árna föður síns frá unglingsaldri. Hann fór á vertíð í Eyjum 1916, var vélstjóri á ýmsum bátum, t.d. Lunda og Ceres. Hann var vélstjóri á Njáli GK 456, er hann fórst við Hringskersgarðinn 16. febrúar 1923 með fimm manna áhöfn.
Þau Magnea Áslaug giftu sig 1917, eignuðust fimm börn. Þau fluttu til Eyja 1918, bjuggu á Nýlendu, síðan í Mörk.
Magnea bjó í Eyjum til 1928, en flutti þá til Reykjavíkur. Hún lést 1953.

I. Kona Erlendar, (15. júní 1917 á Norðfirði), var Magnea Áslaug Sigurðardóttir frá Leirubakkahól í Landssveit, f. 3. nóvember 1890, d. 25. mars 1953.
Börn þeirra:
1. Guðni Sigurður Erlendsson, f. 9. janúar 1918 á Norðfirði, d. 11. nóvember 1983.
2. Steingrímur Erlendsson bifvélavirki, bifreiðastjóri, f. 1. mars 1919 á Nýlendu, d. 25. janúar 1991.
3. Kristinn Gunnlaugur Erlendsson rafsuðumaður í Reykjavík, f. 22. mars 1920 á Nýlendu, d. 23. febrúar 1947.
4. Anton Erlendsson, f. 25. júní 1921 í Mörk, d. 1. september 2017.
5. Erlendur Árnason Erlendsson, f. 21. september 1922 í Mörk, d. 1948.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.