Ari Birgir Pálsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ari Birgir Pálsson.

Ari Birgir Pálsson frá Þorlaugargerði, sjómaður, bifreiðarstjóri fæddist 8. marz 1934 á Sauðárkróki og lést 4. febr. 2001 að Vestari-Uppsölum.
Foreldrar hans voru Páll Árnason frá Geitaskarði í Langadal, A.-Hún., bóndi, verkamaður, síðar í Vestara-Þorlaugargerði, f. 5. ágúst 1906 í Geitaskarði, d. 12. janúar 1991, og kona hans Ósk Guðrún Aradóttir frá Móbergi í Langadal, A.-Hún., húsfreyja, f. þar 27. september 1909, d. 24. desember 1995.

Börn Guðrúnar og Páls:
1. Ari Birgir Pálsson sjómaður, bifreiðastjóri, f. 8. mars 1934, d. 4. febrúar 2001.
2. Árni Ásgrímur Pálsson smiður í Hafnarfirði, húsvörður í Kópavogi, f. 14. september 1942, d. 27. mars 2011. Kona hans Linda Gústafsdóttir.
3. Hildar Jóhann Pálsson verkamaður, öryrki, f. 9. október 1946, d. 8. nóvenber 2015. Unnusta hans Magnea Halldórsdóttir.
Fósturdóttir hjónanna, dóttir Guðrúnar Sigríðar Einarsdóttur og Einars Ólafssonar frá Strönd er
4. Guðrún Sigríður Einarsdóttir Moore, gift í Bandaríkjunum, f. 22. apríl 1954. Maður hennar T. Moore.

Ari var með foreldrum sínum í æsku, á Móbergi og í Glaumbæ í Langadal, flutti með þeim til Eyja 1951 og bjó með þeim í Vestara-Þorlaugargerði.
Ari var sjómaður og síðar bifreiðastjóri í Eyjum.
Þau Rebekka hófu búskap í Stakkholti, eignuðust þrjú börn. Þau fluttu síðar að Vestari-Uppsölum við Vestmannabraut 51b.
Rebekka lést 1971 og Ari 2001.

I. Kona Ara Birgis var Rebekka Óskarsdóttir frá Stakkholti, húsfreyja, f. 23. október 1941 á Hjalteyri viðVesturvegi 13B, d. 26. október 1971.
Börn þeirra:
1. Ósk Guðrún Aradóttir vinnur við aðhlynningu fatlaðra, býr í Mosfellsbæ, f. 11. júlí 1959. Fyrrum sambúðarmaður Georg Ólafsson.
2. Óskar Valgarð Arason fjármálastjóri hjá Lýsi hf. í Reykjavík. Hann er reksrartæknifræðingur frá Odense í Danmörku og vélstjóri frá Vélskóla Íslands, f. 2. janúar 1961. Fyrrum kona hans Sigurbjörg Hjálmarsdóttir. Fyrrum kona hans Jóhanna Hauksdóttir. Fyrrum kona hans Þórhalla Sigurgeirsdóttir. Sambúðarkona hans Guðjónína Sæmundsdóttir.
3. Guðný Elva Aradóttir leikskólakennari, f. 12. febrúar 1964 í Stakkholti. Fyrrum sambúðarmaður hennar Héðinn Hákonarson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 10. febrúar 2001. Minning.
  • Óskar Valgarð.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.