Guðrún Aradóttir (Þorlaugargerði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ósk Guðrún Aradóttir og Páll Árnason.

Ósk Guðrún Aradóttir frá Móbergi í Langadal, húsfreyja í Vestara-Þorlaugargerði fæddist 27. september 1909 á Móbergi og lést 24. desember 1995 í Hraunbúðum.
Foreldrar hennar voru Ari Hermanns Erlendsson bóndi á Móbergi, f. 4. desember 1879, d. 8. febrúar 1934, og kona hans Björg Halldórsdóttir húsfreyja, f. 28. júlí 1872, d. 27. mars 1943.

Guðrún var með foreldrum sínum á Móbergi í æsku.
Þau Páll giftu sig 1932, eignuðust þrjú börn og eitt fósturbarn. Þau bjuggu á Móbergi, en fluttu til Eyja 1951, hættu kvikfjárbúskap 1971, en bjuggu í Vestra-Þorlaugargerði til 1985, en síðan á Heiðarvegi 38. Guðrún dvaldi síðast í Hraunbúðum.
Páll lést 1991 og Ósk Guðrún 1995.

I. Maður Óskar Guðrúnar, (24. maí 1932), var Páll Árnason frá Geitaskarði í Langadal, bóndi, f. þar 5. ágúst 1906, d. 12. janúar 1991 í Eyjum.
Börn þeirra:
1. Ari Birgir Pálsson sjómaður, bifreiðastjóri, f. 8. mars 1934, d. 4. febrúar 2001.
2. Árni Ásgrímur Pálsson smiður í Hafnarfirði, húsvörður í Kópavogi, f. 14. september 1942, d. 27. mars 2011. Kona hans Linda Gústafsdóttir.
3. Hildar Jóhann Pálsson verkamaður, öryrki, f. 9. október 1946, d. 8. nóvenber 2015. Unnusta hans Magnea Halldórsdóttir.
Fósturdóttir hjónanna, dóttir Guðrúnar Sigríðar Einarsdóttur og Einars Ólafssonar frá Strönd er
4. Guðrún Sigríður Einarsdóttir Moore, gift í Bandaríkjunum, f. 22. apríl 1954. Maður hennar T. Moore.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1979.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ættir Austur-Húnvetninga. Guðmundur Sigurður Jóhannsson og Magnús Björnsson. Mál og mynd 1999.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.